Vill hann ekki vinna leiki?

Jafntefli er gott en spurningin er hvort landsliðsþjálfarinn vilji ekki vinna leiki. Sú spurning hlýtur að vakna þegar hann leyfir ekki Veigari Páli að koma inn á fyrr en alveg í lokin. Margt hefur verið sagt um þau einkennilegheit að vilja ekki besta sóknarmann Íslendinga um þessar mundir í landsliðið. Þjálfarinn hefur hunsað Veigar Pál og það er ekkert nema linnulaus gagnrýni sem veldur því að hann tekur þennan leikmann inn í hópinn núna og leyfir honum náðarsamlegast að spila síðustu mínúturnar. Flestum er þetta óskiljanlegt.


mbl.is Frábær úrslit í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: vingill

Þú ert sumsé ósáttur við jafntefli á útivelli? Ég verð nú að viðurkenna að ég átti ekki von á því að ná stigi. Mér fannst þetta bara fín úrslit og gef þjálfaranum prik fyrir. Persónulega finnst mér allt blaður um að þjálfarinn hefði nú átt að velja; Veigar eða Sigga Gunn eða Jónas Hvannberg eða Halla og Ladda, besservisserabull á svona stundu.

vingill, 6.9.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband