Hlé á skrípalátum á Alþingi

Skyldi Spaugstofan eiga einhvern þátt í sinnaskiptum stjórnarandstöðunnar á þingi? Núna er efnt til blaðamannafundar til að greina frá því, að þingmenn ætli að hætta að hegða sér eins og fífl. Efnt hefur verið til blaðamannafundar af minna tilefni!

 

Til er hugtakið andi laganna. Þeir sem setja lögin ættu manna best að vita hvað það merkir. Ætli það sé í slíkum anda sem þingmenn eyðileggja þingstörfin langtímum saman með skrípalátum?

 

Kannski væri rétt að efna til annars blaðamannafundar þegar þingmenn hafa komist að því, til hvers þeir eru eiginlega á þingi.

 
mbl.is Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þetta hafa þeir ekki gert ókeypis.  Hvað fengu þeir í staðinn?  Það er spurningin.

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.1.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Held að þau hafi bara séð að sér. Almenningur er dauðleiður á þessu málþófi og telur að það bíði alþingis meiri og mikilvægari störf. Þess vegna hafa þau kannski séð að það kæmi bara niður á þeim sjálfum að halda áfram þessari vitleysu.

Ágúst Dalkvist, 22.1.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband