Ætli þakið leki?

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs hefur keypt sér „þriggja herbergja“ íbúð í New York, ef marka skal mbl.is. Auk þess er hér um „þakíbúð“ að ræða, eins og það er kallað. Ef fjárhæðum í fréttinni er snúið lauslega úr dollurum í krónur, þá er kaupverðið um 650 milljónir, ásett verð liðlega milljarður, afsláttur um 400 milljónir og hússjóðurinn vel yfir milljón á mánuði. Dagblaðið New York Post er tilgreint sem heimild fyrir þessu.

 

Ef frétt New York Post á vefnum er lesin, þá kemur fram, að hér er um duplex penthouse að ræða, nánar tiltekið the top two floors in the luxury "condop" building. Þar er þess reyndar ekki getið, að fjölmiðlaherbergið svokallaða sé „íburðarmikið“, eins og sagt er í frétt mbl.is.

 

Ekki kemur fram hvers vegna Jón Ásgeir fékk svona góðan afslátt.

 
mbl.is Jón Ásgeir keypti sér íbúð í New York fyrir 10 milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður margur hægri/vinstri grænn - af öfund :)

Halldór (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 07:08

2 Smámynd: Jóhann H.

Iss, ég ætlaði að kaupa þetta pleis en hætti við.  Þyrlupallurinn er alltof nálægt suðursvölunum...

Jóhann H., 25.4.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Katrín

Hann hefði nú getað fengið þær flottari hér í Bolungarvík...og á lægra verði. Afganginn hefði hann getað notað til l að borga fyrir fyrihugaðan sundlaugagarð og greitt niður halla bæjarsjóðs

Katrín, 25.4.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband