Of margir Englendingar í liði Manchester United

Helstu ástæðurnar fyrir óförum Manchester United eru vafalítið tvær. Önnur er sú furðulega áhersla sem lögð er á það að hafa enska leikmenn í liðinu. Í byrjunarliðinu gegn A.C. Milan voru fjórir enskir leikmenn. Hin ástæðan er hinn aldurhnigni Alex Ferguson og stjórn hans á liðinu. Þrátt fyrir að lið hans hefði verið undir lengst af og ekki skorað mark, þá var það ekki fyrr en stundarfjórðungur var eftir sem hann gerði fyrstu (og einu) skiptinguna. Þá setti hann að vísu einn af útlendingunum inn á völlinn í staðinn fyrir einn af þeim ensku, en það var einfaldlega of seint. Eini kosturinn við Ferguson á vettvangi knattspyrnu er sá, að hann er ekki enskur.

 

Fyrir sanna unnendur góðrar knattspyrnu er það fagnaðarefni, að hið slaka og leiðinlega lið Manchester United skuli vera fallið úr keppninni í Meistaradeildinni. Gaman verður að sjá A.C. Milan bursta, baka, steikja, mala, merja og éta Liverpool í úrslitunum.

  
mbl.is AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki nú hvers lags bull þetta er... Sé ekki hverju það ætti að breyta að hafa enska menn í liðinu þegar þetta er eitt besta lið heims í dag. Þeir voru bara hörmulegir í kvöld, allir sem einn, Hollendingar, Frakkar, Portúgalir eða hvaðan sem þessir blessuðu menn koma.

"slaka og leiðinlega lið Manchester United" - Ætla að vona að þú sért að tala bara um þennan leik.

Pétur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:54

2 identicon

John O'Shea er írskur en ekki enskur bara svo það sé á hreinu!

arnar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Ásgeir Bjarni Ingolfsson

Ég vona að þú meinir þetta ekki með Liverpool og A.C.Milan.

En íslenskukennari góður, sosum=svo sem.  Gamalt mál sem ég heirði ömmu mína oft nota, samanber;"þetta er sosum allt gott og blessað.

langt síðan ég heyrði þetta.

Kveðja

Gamall nemandi

Ásgeir

Ásgeir Bjarni Ingolfsson, 2.5.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Liverpool rúllar að sjálfsögðu yfir Milan 4-1!

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.5.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Þröstur Helgason

Hér verð ég að taka undir með Hlyni Þór; enskir kunna ekkert í fótbolta, þeir eru margbúnir að sýna það; Milan mun rúlla yfir Liverpool; tek það fram að ég er hlutlaus í þessu máli; fyrir mér kláraðist þetta mót þegar Barca datt út.

Þröstur Helgason, 2.5.2007 kl. 23:09

6 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Voðalegir húmorsleysingjar eru þetta sem lesa bloggið þitt þessa dagana.

erlahlyns.blogspot.com, 3.5.2007 kl. 00:10

7 identicon

Liverpool tekur þá í nefið 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband