Einar Oddur

Þegar komið er í kirkjugarðinn að Holti í Önundarfirði blasir við legsteinn Sveinbjarnar Magnússonar úr Breiðafjarðareyjum, langafa Einars Odds. Af honum er ég líka kominn. Þegar við Einar hittumst hin síðari árin var helst ekki minnst á pólitík líðandi stundar; þá var okkur gamli tíminn hugstæðari.

Einar Oddur var góður maður, einstaklega hlýr og góður. Umfram allt þannig minnist ég hans.


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar Oddur var maður þeirrar sjaldgæfu gerðar, að eftir fyrstu fundi fannst manni strax vænt um hann. Hlýr maður og vildi öllum vel. "Þetta er nú bara svona, vinur minn," sagði hann svo oft með sinni hlýju en ofurlítið rámu rödd. Hann var einn af mínum eftirlætis viðmælendum í blaðamennskunni. 

Það segir kannski eitthvað að þessi víkingur skyldi falla frá í fjallgöngu upp á hæsta fjall Vestfjarða á einum af sólskinsdögunum þessa veðursæla sumars. Kannski jarteikn!

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann og Sigrún voru höfðingja heim að sækja á Sólbakka og gættu mín vel og nærðu á meðan ég var ungur vingull á Flateyri að þykjast vera leikari og skáld.  Guð blessi minnigu þessa góða drengs og styki >Sigrúnu í sorg og missi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 02:06

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tek undir hlý orð um Einar Odd.

Benedikt Halldórsson, 16.7.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband