Matthías og dagbækurnar

Dagbókarfærslur Matthíasar Johannessens eru merkileg lesning. Ómetanlegar að mörgu leyti. Hvalreki, hefði einhvern tímann verið sagt. En - svo er hin hliðin. Eiginlega botna ég ekkert í Matthíasi að gera uppskátt um einkasamtöl eins og hann gerir í sumum tilvikum. Samtöl sem eru augljóslega trúnaðarsamtöl - a.m.k. í huga þeirra sem eru að tala við hann.

Hér er ég ekki síst með það í huga hversu skammur tími er liðinn. Alþekkt er að margvísleg gögn sem varða samskipti og öryggismál ríkja og sitthvað fleira eru ekki gerð opinber fyrr en eftir tiltekinn fjölda áratuga. Hefðir hafa skapast í þeim efnum varðandi trúnaðarskjöl. Einnig hérlendis.

Nú er Matthías Johannessen ekki ríki, kann einhver að segja. Eða hvað?

Ritstjóri Morgunblaðsins í marga áratugi má vel kallast ríki í ríkinu. Þegar veldi Morgunblaðsins var mest var staða ritstjóra þess lögð að jöfnu við ráðherrastöðu.

Vandi fylgir vegsemd hverri. Ábyrgð fylgir vegsemd hverri. Fáir myndu kippa sér upp við það, þó að einhver ómerkingur blaðraði um það sem sagt væri við hann í trúnaði. Í þessu efni verða Jón og séra Jón ekki lagðir að jöfnu. Matthías Johannessen er ekki bara einhver.

En auðvitað ræður Matthías hvað hann gerir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er Matthías eitthvað meiri eða betri en einhver Jón? Gerir ritstjórastaða menn mikla í sjálfu sér?

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband