Niðurlag vantar

Kötturinn fór út í morgun og hefur ekki sést síðan. Núna er hríðarslitringur og alhvít jörð. Allt í einu komnir hópar af snjótittlingum. Kannski er kisan unga hrædd við hersveitir af þessu tagi og þorir ekki heim, eða hún hefur brugðið í veiðihaminn og gleymt að fara úr honum aftur. Varla hefur hún verið mikið hrædd við skógarþröstinn sem hún veiddi sér til gamans um daginn. Að minnsta kosti var hún ekki svöng. Þess ber að gæta að þrestirnir eru liðfáir eða einir á ferð, öfugt við snjótittlingana, sem eru iðandi breiða í garðinum.

 

Hér vantar síðan heimspekilegt niðurlag eins og alltaf á að vera þegar fjallað er um ketti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kötturinn fer sínar eiginn leiðir eins og Kipling sagði 

Svava frá Strandbergi , 12.1.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband