Ónefnan ...

Egill í Brimborg bloggaði hér áðan undir fyrirsögninni Sú sem ekki má nefna og segir m.a.: „Í bókunum um Harry Potter er galdramaðurinn Voldemort orðinn svo máttugur að galdraheimurinn þorir ekki lengur að nefna nafn hans og kallar hann því „Sá sem ekki má nefna“. Spurning hvort við eigum bara að taka upp þetta máltæki, „Sú sem ekki má nefna“ í stað þess að tala um krónuna í viðleitni til að styrkja hana ...“

 

Við þetta rifjast upp hið gamla og góða íslenska orð ónefnan - sem notað var um annað dýrmæti en ríkisgjaldmiðil - en dýrmæti þó - og kemur fyrir í þekktri tækifærisvísu eftir Þangskála-Lilju, skagfirskan hagyrðing á 19. öld. Hún var á ferð fótgangandi í þæfingsófærð, eins og hér segir:

 

Færðin bjó mér þunga þraut,
þol úr dró til muna.
Hreppti ég snjó í hverri laut
hreint í ónefnuna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband