15.1.2007
Undarleg tengsl
Skrítið hvernig ég kenni tómleika af svipuðu tagi við fréttir af hengingunum í Írak og fregnir af sístækkandi uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar. Ekki svo að skilja að ég mæli bót voðaverkum Saddams. Málið snýst ekki um það. Ekki svo að skilja að ég sé á móti framförum á Íslandi. Málið snýst ekki heldur um það.
Um hvað þá?
Það er eitthvað svo endanlegt við þetta. Eins og með árið sem er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka og allt það.
Líklega skilur ekki nokkur maður hvað ég er að fara ...
Írösk stjórnvöld staðfesta aftöku samstarfsmanna Saddams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
skil nákvæmlega hvað þú átt við.
Ágúst Dalkvist, 15.1.2007 kl. 11:12
Ég held að miklu skipti, að í báðum tilvikum er um stjórnvöld að ræða - stjórnvöld sem taka fólk af lífi, stjórnvöld sem taka náttúruna af lífi ...
Hlynur Þór Magnússon, 15.1.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.