Ég nefndi síđast ađ ég hefđi veriđ byrjađur ađ taka saman punkta í minningargrein um kött. Ţá birtist kötturinn. Af ţessu tilefni rifjađist upp fyrir mér minningargreinin sem ég skrifađi eitt sinn og var síđan geymd í prentsmiđju Morgunblađsins ţangađ til hinn látni loksins dó.
Dwight D. Eisenhower, yfirhershöfđingi í seinna stríđi og síđar forseti Bandaríkjanna, var löngum heilsutćpur á efri árum - hjartađ. Ţegar ég vann á Morgunblađinu í fornöld fékk hann einu sinni sem oftar alvarlegt hjartaáfall og var ekki hugađ líf. Ţegar fréttin kom á telexinu var ég rifinn úr einhverju öđru og látinn taka saman ćviágrip í snatri. Handritiđ fór beint niđur í setningu og umbrot og síđan var beđiđ fram á deadline eftir stađfestingu á andlátinu. Innskot: Assgoti er orđiđ deadline annars gott í ţessu samhengi! Stađfestingin kom ekki og gamli mađurinn hjarnađi viđ. Áriđ eftir ţegar Eisenhower loksins dó kom hin ótímabćra minningargrein í góđar ţarfir - hún birtist í Morgunblađinu 29. mars 1969 (ein og hálf síđa takk) en andlátiđ var stađfest vestra kl. 17.25 ađ íslenskum tíma daginn áđur. Ekki finnst mér fyrirsögnin tilţrifamikil; annađ hvort er hún björn síns tíma eđa ţá ađ ég hef ekki samiđ hana.
Ţetta vakti mig til umhugsunar um nauđsyn ţess ađ eiga svona samantektir á lager í stađ ţess ađ ţurfa ađ rjúka til ţegar helstu stórmenni yrđu bráđkvödd. Varla ţarf ađ minna á, ađ ţá höfđu menn ekki tölvurnar og Netiđ og ađra tćkni sem öllu hefur breytt. Gagnaleit var tímafrekari og síđan ţurfti ađ hamra textann á ritvél - á ţessum tíma voru blađamenn á Mogganum ekki einu sinni komnir međ rafmagnsritvélar, ef ég man rétt. Svo fór handritiđ í prentsmiđjuna, ţar sem setjarar sátu viđ stórbrotnar skröltandi vélar og pikkuđu textann upp á nýtt á lyklaborđ - Ţórólfur var besti setjarinn; gerđi varla villu - en vélin steypti hverja línu í blý. Nenni ekki ađ rifja ganginn í ţessu lengra, enda átti hann engan ţátt í dauđa Eisenhowers, en ţetta var allt saman mjög skemmtilegt. Jú, prófarkalesturinn. Páll Skúlason prófarkalesari á Morgunblađinu, fyrr á árum ritstjóri Spegilsins, var einhver fyndnasti og jafnframt einhver skapbráđasti mađur sem ég hef kynnst. Meira ađ segja sjálfur Matthías Johannessen hörfađi öfugur út ţegar Páll reiddist - yfirleitt út af ekki nokkrum sköpuđum hlut. Ég held jafnvel ađ Páll hafi veriđ nćstum ţví eins mislyndur og ég.
Ţarna fór ég víst út í ađra sálma.
Ég get eiginlega ekki stillt mig um ađ fletta ţessu gamla tölublađi. Hćst ber mikla samantekt undir fyrirsögninni 30. marz 1949 - ţegar kommúnistar gerđu atlögu ađ íslenzku lýđrćđi. Međal annarra fyrirsagna má nefna ţessar: Stefna framsóknarmanna leiđir til innflutningshafta, Harkaleg árás kommúnista á verzlunarstéttina, Nćgur snjór er nú á Ísafirđi (svo er enn í dag; ekki ţó sami snjórinn), Góđ ađsókn hjá SÚM, Skákţing Íslands hefst í dag (ég tefldi ţar!). Ţarna getur ađ líta stóra vindlaauglýsingu og litla auglýsingu undir fyrirsögninni Vélritunarstúlka: Stúlka vön vélritun getur fengiđ vinnu e.h. (2-7). Tilb. međ uppl. merkt: Vélritunarstúlka 2744 sendist afgr. Morgunblađsins. Júdas og Roof Tops spila í Ungó í Keflavík en Flowers og Pops í Stapa. Í Hafnarbíói er kvikmyndin Helga, mjög áhrifamikil og athyglisverđ ný ţýzk frćđslumynd um kynlífiđ, tekin í litum, sönn og feimnislaus túlkun á efni sem allir ţurfa ađ vita deili á. Háskólabíó sýnir 79 af stöđinni. Í dagskrá Sjónvarpsins ber einna hćst - fyrir utan dagskrárliđinn Endurtekiđ efni - frćđslumynd um Nýja Sjáland og ađra frćđslumynd sem nefnist Finnskt sveitabrúđkaup, ţar sem lýst er gömlum brúđkaupssiđum í Austur-Botni.
Gaman finnst mér ađ fletta ţessum gömlu blöđum og muna ţetta allt eins og ţađ hefđi veriđ í gćr. Í ţessu blađi fannst mér ţó mest gaman ađ sjá minningargreinina mína um Eisenhower - manninn sem hafđi níu líf eins og kötturinn.
Myndin af síđunni er tekin af vefnum Tímarit.is og ţar var blađinu jafnframt flett - sjá nánar:
09.01.07 Morgunblađiđ og Maaneds-Tidender
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.