19.1.2007
Hættan við að verða gamall
Varla líður svo mánuður, að ekki komi fréttir af andláti elstu konu í heimi. Hún er sídeyjandi. Líklega er þetta áhættusamasta eða jafnvel banvænasta stöðuheiti sem nokkurri manneskju getur hlotnast. Vonandi lendi ég ekki í því að verða elsta kona heims.
Þegar einhver nær því að verða elsta manneskjan hérlendis - til að ná því takmarki þarf einhver að deyja; eins dauði er annars brauð - er venja að fjölmiðlar komi og taki viðtöl. Þau eru venjulega í svipuðum dúr og sjónvarpsviðtöl við smábörn eru alltaf - hvað er svo gaman við að leika sér í snjónum? Fastur liður að spyrillinn segi: Þú hefur nú margs að minnast frá langri ævi, þú manst tímana tvenna o.s.frv. En iðulega man fólkið ekki neitt. Einhvern tímann þegar einhver notaði orðalagið eins lengi og elstu menn muna í samræðum við séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, þá sagði prestur: Elstu menn muna yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut!
Mér þykja þessi viðtöl við gamla fólkið óþægileg. Því er stillt upp eins og dvergum eða vansköpuðu fólki í sirkusum á fyrri tíð - freakshow.
Skömmu síðar er svo greint frá andlátinu og fjölmiðlarnir svipast um eftir nýju fórnarlambi.
Elsta kona heims látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já.
Hlynur Þór Magnússon, 19.1.2007 kl. 23:27
Frábær skrif Hlynur !
Kveðjur úr Víkinni !
Katrín, 20.1.2007 kl. 11:56
Tante Thea mín í Berlin er 102 ára skír í kollinum og vel gefin kona sem gaman er að tala við. Hún man sko tímana tvenna og segir mér margt frá gömlum tímum í berlin ef ég bið hana um það. Það er til svona fólk. Þessi kona er ótrúleg. Les og fylgist með. Fer á bókasafn einu sinni í viku. Horfir á sitt sjónvarpsefni og er fljót með krossgáturnar sínar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.