Snillingurinn Eduardo Gonçalves de Andrade, betur ţekktur sem Tostăo, var eins mánađar og ellefu daga gamall ţegar ég fćddist. Hann er sextugur í dag. Jafnframt eru í dag sextíu ár frá ţví ađ snillingurinn Alphonse Gabriel Capone dó. Hann er betur ţekktur sem Al Capone.
Daginn ţegar Tostăo leit ljós ţessa heims varđ Eusebio fimm ára, annar ógleymanlegur knattspyrnumađur. Nćsta haust verđa fjörutíu ár liđin frá leiknum á Laugardalsvelli, ţar sem Eusebio var í liđi Benfica á móti Val. Ţá var sett ađsóknarmet á vellinum sem stóđ í áratugi og stendur kannski enn, ég veit ţađ ekki.
Knattspyrnuferill Tostăos var ekki langur. Vegna meiđsla hćtti hann áriđ 1973, ađeins 26 ára gamall. Ţá átti hann ađ baki 65 leiki međ brasilíska landsliđinu og hafđi skorađ í ţeim 36 mörk. Fyrsta landsleikinn lék hann 19 ára gamall snemmsumars áriđ 1966 og síđan spilađi hann á heimsmeistaramótinu í Englandi ţá um sumariđ. Brasilíumenn riđu ekki feitum hesti frá ţeirri keppni en fjórum árum seinna urđu ţeir heimsmeistarar. Ţeir Pelé og Tostăo voru eitrađ sóknarpar.
Sumariđ 1966 var Sjónvarpiđ ekki komiđ, ţađ byrjađi ţá um haustiđ. Samt horfđi ég á marga leiki í heimsmeistarakeppninni í beinni útsendingu, en ţá var ég í litlu borginni margfrćgu og fagurbrúnleitu Siena á Ítalíu. Einhvern veginn er eins og allur fótbolti eftir ţađ sé ómerkilegri. Hugsa ađ ţađ liggi frekar í mér en fótboltanum an sich (ţarna kćmi óhjákvćmilega an sich ef ţetta vćri óskiljanlegt heimspekirit á ţýsku; ţetta blogg er ađ vísu ekki óskiljanlegt heimspekirit á ţýsku en ég hef hér samt an sich).
Úrslitaleikurinn milli Englendinga og Vestur-Ţjóđverja á Vembli er mér ferskari í minni en nokkur annar leikur sem ég hef séđ - og ţađ er komiđ á fimmta áratug. Ţađ var heitt í veđri á Ítalíu ţetta sumar. Fornar og ţröngar - fornţröngar - göturnar í Siena voru trođnar fólki ţegar fór ađ húma á kvöldin. Í kyrru loftinu var ţung og sérkennileg lykt - af ávöxtum og grćnmeti í kössum viđ búđirnar, úr margra alda gömlum byggingum, úr pissustíunum, af fólkinu, af öllu. Bareigendur settu sjónvarpstćki út á stétt og stóla fyrir gestina til ađ horfa á leikina í heimsmeistarakeppninni og serveruđu birra og kćlt te. Allir virtust halda međ Ţjóđverjum. Og ekki bara í fótbolta.
Gćlunafniđ Tostăo mun ţýđa lítill peningur. Snillingurinn Tostăo var ađeins 1,72 á hćđ (og hefur varla stćkkađ síđan) og einstaklega snöggur og flínkur. Hann lagđi stund á lćknisfrćđi - rétt eins og Grímur Sćmundsen og Socrates - og var starfandi lćknir um skeiđ. Síđari árin hefur hann veriđ virtur dálkahöfundur í dagblöđum í Brasilíu.
Ţetta var svolítiđ um manninn sem fćddist ţennan dag fyrir sextíu árum. Svo er ţađ hinn, sem dó ţennan dag ...
Mafíuforinginn Al Capone - frćgastur allra slíkra - Scarface - andađist á sóttarsćng í fangelsi. Hann var aldrei sakfelldur fyrir neitt annađ en bókhaldsbrot - tćknileg mistök.
Hér á Moggabloggi vantar aukabloggflokkinn Einskisverđur fróđleikur. Til ađ gefa ţessari fćrslu tilgang verđ ég ţví ađ ljúka henni međ heimspekilegri spurningu: Varđ heimurinn betri daginn ţegar Al Capone dó og Tostăo fćddist?
Annar sálmur: Í dag er Sólardagurinn á Ísafirđi. Hér er smávegis um hann sem ég skrifađi fyrir réttum sex - ekki sextíu - árum:
25.01.01 Sólardagur Ísfirđinga er í dag, 25. janúar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Íţróttir | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.