Listamannalaun: Falleinkunn í ritgerðarsmíði ...

Gísli Halldór Halldórsson forseti bæjarstjórnar sæmir Pétur Tryggva nafnbótinni Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.„Eins og kunnugt er fékk ég synjun við síðustu úthlutun starfslauna. Ég man ekki nákvæmlega hvernig synjunin var rökstudd, en mig minnir að það hafi verið vegna þess að greinargerðin um það sem ég hafði á prjónunum hafi ekki verið nógu orðmörg, ekki nógu margar línur eða ekki nógu margar blaðsíður. Vera má að svo fari líka núna. Gallinn er sá, að mér er lífsins ómögulegt að skrifa langt mál um listaverk sem ég á eftir að hanna og smíða. Ég hygg aftur á móti að ég hafi sýnt fram á það á liðnum árum og áratugum, að ég skapa silfurverk sem þykja nokkurs virði.“ 

Þannig kemst Pétur Tryggvi Hjálmarsson silfurlistamaður að orði í greinargerð með umsókn sinni til stjórnar listamannalauna fyrr í vetur.

 

Í þar til gerðum reit í umsókninni sjálfri - „stutt og hnitmiðuð lýsing á verkefni/verkefnum sem fyrirhugað er að vinna að á starfslaunatímanum“ - segir hann:

                              

 „Hönnun og smíði stórra silfurverka. Slík verk eru vaxtarbroddurinn í list minni þessi árin. Eins og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð er mér lífsins ómögulegt að skrifa um þetta langa ritgerð, jafnvel þó að reynslan ætti að hafa kennt mér að falleinkunn í ritgerðarsmíði geti orðið til þess að mér verði synjað um styrk til listsköpunar á vettvangi silfursmíði.“

Hvað sem þessu líður, og þótt sjálf greinargerðin með umsókninni nái ekki máli hvað lengd varðar frekar en fyrri daginn, þá fær Pétur Tryggvi að þessu sinni starfslaun úr Listasjóði í sex mánuði.

  

30.12.2006 Pétur Tryggvi útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar

 
mbl.is 506 sóttu um starfslaun listamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Man nú eftir dreng sem var með mér í grunnskóla sem fékk hæstu einkun fyrir ritgerð, en hún var þrjú orð.

Við áttum að lýsa draumaprinsessunni/prinsinum og þessi drengur skrifaði "Eins og Hjödda".

Sveinn íslensku kennari var mjög hrifinn af þessu hjá honum...... eðlilega

Svo ritgerðir geta verið góðar þó þær séu ekki langar

Ágúst Dalkvist, 26.1.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Stysta útgáfan af Íslandssögunni (sem ég veit um) er á þessa leið: Bændur flugust á.

Hlynur Þór Magnússon, 26.1.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Pétur Tryggvi ætti að gerast fréttamaður.

Júlíus Valsson, 27.1.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband