3.2.2007
Harđur vetur á Núpi í Dýrafirđi
Af einhverjum ástćđum rifjast upp veturinn minn í Hérađsskólanum á Núpi í Dýrafirđi (1960-61), líklega vegna ýmissar umrćđu nú. Veturinn sá var ekki mjög góđur. Eiginlega alveg hrikalegur. Samt ţarf ég naumast ađ kvarta mikiđ, ef litiđ er á reynslu fjölmargra annarra ungmenna á ýmsum stöđum og ýmsum tímum.
Frá upphafi og fram ađ ţessu hafđi ég veriđ viđ gott atlćti (og góđan orđstír, leyfi ég mér ađ segja) í Brúarlandsskóla í Mosfellssveit, minni heimasveit - rétt hjá Álafosskvosinni sem núna er margumrćdd; skólasundiđ var í lauginni hans Sigurjóns á Álafossi. Skólastjóri á Brúarlandi var Lárus Halldórsson, úrvalsmađur og kommúnisti af hugsjón eins og títt var um skólamenn á ţeim tíma. Ekki ber nokkurn skugga á nokkurn kennara á Brúarlandi á minni tíđ né skólalífiđ yfirleitt; raunar er ţar allt sólgeislum vafiđ í minningunni.
Gott orđ fór af Núpsskóla undir stjórn séra Eiríks J. Eiríkssonar og ţó ekki síst séra Eiríki sjálfum. Núna urđu ţćr breytingar á högum séra Eiríks, ađ hann gerđist prestur og ţjóđgarđsvörđur á Ţingvöllum og hugđist jafnframt reka ţar lítinn unglingaskóla. Móđir mín skráđi mig hjá honum en ţegar komiđ var fram á skólatíma hćtti Eiríkur skyndilega viđ skólahaldiđ; ég vissi aldrei hvers vegna. Eiríkur gekk hins vegar frá ţví, ađ ţeir sem vildu gćtu komist í skólann vestur á Núpi ţó ađ hann vćri ţegar fullsetinn. Og ţađ varđ úr hvađ mig snerti; ég fór vestur í Dýrafjörđ međ strandferđaskipi ţegar hálfur mánuđur eđa svo var liđinn af skólanum. Fyrst um sinn var ég ásamt nokkrum fleirum, sem svipađ var ástatt um, til húsa hjá ágćtu fólki á Alviđru, rétt hjá Núpi, međan gerđar voru ráđstafanir á heimavistinni til ađ hýsa viđbótarnemendur. Síđan var ég settur í átta manna endaherbergi á vistinni, en annars voru ţrír í hverju herbergi á Núpi.
Ţetta átta manna herbergi hlaut fljótlega nafniđ Órólega deildin - mig minnir ađ einhver deild á Kleppsspítala hafi gengiđ undir ţví nafni. Af ţessum átta voru sex á aldrinum 15-17 ára, ef mig svíkur ekki minniđ, en ég var 13 ára. A.m.k. sumir í ţessum hópi voru svokallađir gangsterar ađ sunnan, og Núpur ţrautalending fyrir ţá. Skemmst er frá ţví ađ segja, ađ vistin í ţessum félagsskap var nánast óbćrileg - ţó ađ ég kynntist ekki hugtakinu einelti fyrr en miklu seinna. Ekki bćtti úr ađ skólastjórinn Arngrímur Jónsson setti alla í herberginu undir sama hatt; hvenćr sem herbergisfélagar mínir gerđu einhvern óskundann, ţá tók hann mig líka í ţriđju gráđu yfirheyrslu. Ţarna var ég ţví milli tveggja elda ţennan vetur; vonandi endist mér ćvin til ţess ađ losna viđ illar tilfinningar í garđ Arngríms skólastjóra. Mér skildist seinna ađ hann hefđi ţennan fyrsta skólastjórnarvetur sinn veriđ á tánum, eins og kallađ er, til ţess ađ missa ekki niđur ţá virđingu sem séra Eiríkur hafđi notiđ. Trúlegt finnst mér hins vegar, ađ Eiríkur hafi notiđ virđingar sakir mildi fremur en grimmdar.
Kalinn á hjarta ţađan slapp ég.
Veturinn eftir var ég í Gagnfrćđaskólanum viđ Vonarstrćti í Reykjavík og tók landspróf um voriđ. Ţađ var góđur vetur, ţó ađ ég nćđi ekki ţá og raunar aldrei síđan ţeirri einbeitingu og ţeim námsárangri sem ég hafđi áđur en hvort tveggja fór til andskotans veturinn minn á Núpi.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.