Sterar, ofsaakstur, heimilisofbeldi og formaður Kraftlyftingasambandsins

Það var ekki neinn „einhver“ sem var tekinn með þrjátíu þúsund skammta af steralyfjum í vörslu sinni í fyrradag. Það var sjálfur formaður Kraftlyftingasambands Íslands og núverandi heimsmeistari í kraftlyftingum í sínum aldursflokki, Jón „bóndi“ Gunnarsson, sem jafnframt er auglýstur sem einkaþjálfari á vef sambandsins. Svo vildi til, að ársþing Kraftlyftingasambandsins var haldið í fyrrakvöld. Jón bauð sig ekki fram til endurkjörs og var því nýr formaður kosinn í hans stað.

 

Í frétt á ruv.is kemur fram, að grunur sé um að efnin hafi verið ætluð til sölu. Ef það er rangt ályktað, þá má ætla að Jón bóndi hafi ætlað þau til eigin nota, enda still going strong í íþrótt sinni, sbr. heimsmeistaratitil 40-49 ára sem hann hlaut í Bandaríkjunum í vetrarbyrjun, annað árið í röð. Ef gert er ráð fyrir einum skammti á dag - raunar veit ég ekkert hver ráðlagður dagsskammtur er - þá hefði þetta magn dugað honum næstu 82 árin eða fram til 130 ára aldurs. Hitt verður að teljast líklegra, að efnin hafi verið ætluð til sölu, væntanlega þá að einhverju leyti í tengslum við einkaþjálfarastarfið.

 

Varðandi afleiðingar steranotkunar má vitna í orð Áslaugar Sigurjónsdóttur, formanns lyfjanefndar ÍSÍ. Á vefnum ruv.is er haft eftir henni, að aukin árásarhneigð þeirra sem neyta steralyfja birtist m.a. í barsmíðum, nauðgunum og heimilisofbeldi. Hún vill að lögregla kanni hvort ofbeldismenn og þeir sem teknir eru fyrir ofsaakstur verði prófaðir fyrir sterum. Áslaug segir að það séu yfirleitt karlmenn sem taki inn stera en það þekkist einnig að konur hafi tekið þá inn. Þeir geti valdið alvarlegu heilsutjóni hjá þeim sem notar sterana. Einnig valdi þeir breytingum á skapgerð, aukinni árásarhneigð sem hafi áhrif út í samfélagið.

 

Spyrja má, hvers vegna fréttin af þessu máli er á vefmiðlum flokkuð sem almenn innlend frétt en ekki sem íþróttafrétt. Benda má á, að á mbl.is er fréttin af afsögn forseta ítalska knattspyrnuliðsins Catania í kjölfar óeirða flokkuð sem íþróttafrétt. Hvað sem því líður, þá er þetta hið versta mál fyrir orðspor kraftlyftingamanna og íþróttahreyfinguna í heild. Varla var á bætandi.

 
mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á yfir 30.000 steratöflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband