Það var eins og leikmenn West Ham fengju einhvern vonarneista þegar skipt var um þjálfara um miðjan desember. Í fyrsta leiknum eftir að Alan Curbishley var fenginn í staðinn fyrir Alan Pardew unnu þeir Manchester United 1-0. En svo dó neistinn og frammistaðan versnar stöðugt.
Í síðustu tíu leikjunum er uppskeran þrjú jafntefli og sjö töp - þrjú stig af þrjátíu mögulegum og markatalan 7-22. Í síðustu þremur leikjunum hefur liðinu ekki auðnast að skora mark en hefur fengið á sig sex - og þó var í síðustu tveimur leikjunum spilað gegn tveimur neðstu liðunum í deildinni.
Tölfræðin blasir við: Gengi West Ham er mun slakara með nýjum (og bráðum fyrrverandi) stjóra og nýkeyptum leikmönnum. Og þótti nógu slakt fyrir.
Curbishley óttast að vera rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er farinn að halda Hlynur að þér sé ekkert vel við Eggert Magnússon miðað við skrif þín um West Ham undanfarið
Guðmundur H. Bragason, 27.2.2007 kl. 00:02
Alls ekkert persónulegt, alls ekki - bara verst hvernig hann fer með peningana hans Björgólfs, og tækifærið ...
Hlynur Þór Magnússon, 27.2.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.