West Ham: Þrjú stig af þrjátíu mögulegum í síðustu tíu leikjum

Það var eins og leikmenn West Ham fengju einhvern vonarneista þegar skipt var um þjálfara um miðjan desember. Í fyrsta leiknum eftir að Alan Curbishley var fenginn í staðinn fyrir Alan Pardew unnu þeir Manchester United 1-0. En svo dó neistinn og frammistaðan versnar stöðugt.

 

Í síðustu tíu leikjunum er uppskeran þrjú jafntefli og sjö töp - þrjú stig af þrjátíu mögulegum og markatalan 7-22. Í síðustu þremur leikjunum hefur liðinu ekki auðnast að skora mark en hefur fengið á sig sex - og þó var í síðustu tveimur leikjunum spilað gegn tveimur neðstu liðunum í deildinni.

 

Tölfræðin blasir við: Gengi West Ham er mun slakara með nýjum (og bráðum fyrrverandi) stjóra og nýkeyptum leikmönnum. Og þótti nógu slakt fyrir.

  

West Ham svo gott sem fallið

 
mbl.is Curbishley óttast að vera rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég er farinn að halda Hlynur að þér sé ekkert vel við Eggert Magnússon miðað við skrif þín um West Ham undanfarið

Guðmundur H. Bragason, 27.2.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Alls ekkert persónulegt, alls ekki - bara verst hvernig hann fer með peningana hans Björgólfs, og tækifærið ...

Hlynur Þór Magnússon, 27.2.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband