1.3.2007
Fljótandi nikótín í Dýrafirđi
Sumar fréttir eru sérkennilegri en ađrar. Í gćr greindi fréttavefurinn bb.is frá fljótandi nikótíni sem fundist hefđi í húsi vestur í Dýrafirđi: Eigandi hússins hafđi veriđ ađ taka til á háalofti ţegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi nikótín. Hafđi hann samband viđ lögreglu sem kom bođum á slökkviliđ. Samkvćmt ţeim upplýsingum sem slökkviliđ Ísafjarđarbćjar fékk um efniđ er ţađ mjög hćttulegt viđ innöndun og snertingu á húđ. Var ţví efniđ sótt og ţví komiđ til ađila sem eyđir ţví á öruggan hátt.
Frá ţessu líka greint á heimasíđu Slökkviliđs Ísafjarđarbćjar og vísar bb.is ţangađ. Hins vegar vaknađi sú spurning, sem ósvarađ var, til hvers í ósköpunum fljótandi nikótín vćri yfirleitt notađ. Einhver hlýtur tilgangurinn međ ţessu skelfilega efni á brúsum ađ hafa veriđ. Viđ gúgl á netinu fannst í fyrstu ekkert um slíkt, ekki einu sinni í rćkilegri umfjöllun um nikótín á Wikipediu. Helst datt mér í hug, ađ ţetta hefđi veriđ notađ til ţess ađ búa til tóbak úr heyi - vćri ekki hćgt ađ marínera hey í fljótandi nikótíni, ţurrka ţađ og reykja síđan? Ekki man ég betur en fyrir kćmi í gamla daga ađ menn brćldu hey í pípu ţegar tóbak vantađi - allt er hey í harđindum ...
Síđan gerđi ég ţađ sem fyrst hefđi átt ađ gera - gúglađi fyrirtćkisnafniđ á brúsanum á myndinni á heimasíđu slökkviliđsins - The British Nicotine Company. Og ţá kemur mergurinn málsins: Manufacturers of nicotine and nicotine sulphate used for agricultural purposes.
Fram kemur, ađ ţetta brúsa-nikótín var unniđ úr úrkasti frá tóbaksframleiđslu.
Ţetta var sumsé ćtlađ til notkunar viđ akuryrkju. Ćtla má, ađ sá tilgangur sé nú gleymdur hérlendis.
En ţá vaknar önnur spurning: Skyldu brúsar ţessir ekki hafa veriđ ţarna á háaloftinu á Alviđru í Dýrafirđi fyrir bráđum hálfri öld, ţegar ég var nemandi á Núpi í Dýrafirđi og var eins og fleiri í vist á Alviđru ţar rétt hjá?
28.02.2007 Fréttin á bb.is
27.02.2007 Slökkviliđ Ísafjarđarbćjar: Hćttuleg efni leynast víđa
27.02.2007 Slökkviliđ Ísafjarđarbćjar: Myndir - eiturefni Alviđru
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Athugasemdir
Veit bara ađ fljótandi nikótín var vinsćlt til morđa (allavega var Agatha Christie hrifin af ţví) hér áđur og fyrr. Enda sýnist mér standa á brúsunum "Poison".
Sigríđur Jósefsdóttir, 1.3.2007 kl. 11:47
Mér líst nú ágćtlega á hugmyndina um ,,marinerađ hey"
Katrín, 1.3.2007 kl. 20:07
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.