Ekki var talið unnt að skilja forsíðufyrirsögnina öðruvísi en svo að fullyrt væri að Ásbjörn væri byrjaður að neyta vímuefna, enda væri þorra þjóðarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Eins og fullyrðingin var fram sett var hún talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun og voru ummælin dæmd dauð og ómerk.
Fallist var á að Ásbjörn ætti rétt á miskabótum úr hendi Garðars vegna þeirra ummæla sem birtust á forsíðu tölublaðsins [Hér & nú, 16. júní 2005]. Miskabótakrafa Ásbjarnar var einnig reist á því að friðhelgi einkalífs hans hefði verið rofin með óheimilli birtingu mynda og umfjöllun um einkamálefni hans í umræddu tölublaði.
Dómur Hæstaréttar: Garðar Örn Úlfarsson gegn Ásbirni K. Morthens og Ásbjörn K. Morthens gegn Garðari Erni Úlfarssyni og 365 prentmiðlum ehf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.