Bubbi fallinn í Hér & nú - hæstaréttardómur fallinn

Ekki var talið unnt að skilja forsíðufyrirsögnina öðruvísi en svo að fullyrt væri að Ásbjörn væri byrjaður að neyta vímuefna, enda væri þorra þjóðarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Eins og fullyrðingin var fram sett var hún talin fela í sér ærumeiðandi aðdróttun og voru ummælin dæmd dauð og ómerk.

 

Fallist var á að Ásbjörn ætti rétt á miskabótum úr hendi Garðars vegna þeirra ummæla sem birtust á forsíðu tölublaðsins [Hér & nú, 16. júní 2005]. Miskabótakrafa Ásbjarnar var einnig reist á því að friðhelgi einkalífs hans hefði verið rofin með óheimilli birtingu mynda og umfjöllun um einkamálefni hans í umræddu tölublaði.

  

Dómur Hæstaréttar: Garðar Örn Úlfarsson gegn Ásbirni K. Morthens og Ásbjörn K. Morthens gegn Garðari Erni Úlfarssyni og 365 prentmiðlum ehf.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband