28.3.2007
Bloggsíðan sem hvarf
Ég er búinn að skrifa hugleiðingu um tiltekin skrif hér á Moggabloggi en þá er viðkomandi bloggsíða horfin! Þetta var bloggsíða skálds (mér skilst að maðurinn hafi sjálfur gefið sér þann titil, ekki gerði ég það), sem helgaði þjóðþekktum manni nýjustu færslu sína. Pistill skáldsins var settur fram sem lof - ekki óþekkt aðferð - en varla gat nokkrum dulist að hér var einfaldlega á ferðinni illkvittni, hreinræktuð illkvittni.
Eftirfarandi setningu skrifaði ég í athugasemdadálkinn hjá skáldinu: Ég leyfi mér að segja hér skoðun mína á þessum skrifum: Rætni.
Þá svaraði skáldið með því að spyrja á þá leið, hvernig það gæti verið rætni að hlaða mann lofi.
Aftur skrifaði ég athugasemd á þessa leið: Ég leyfi mér að segja hér skoðun mína á höfundi þessara skrifa: Kjáni.
En núna er bloggsíðan horfin. Gott mál, finnst mér. Pistillinn sem ég er búinn að skrifa birtist því ekki. Nema skáldið og bloggsíða þess komi hér afturgengin og haldi áfram á sömu braut.
Athugasemdir
Þetta er einn af kostum bloggsins. Hægt er að stroka það út, fari maður yfir strikið.
Júlíus Valsson, 28.3.2007 kl. 17:34
Já og ef okkur líkar eitthvað illa við Bloggara sendum við Hlyn á hann.
Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 18:31
Skítt að missa af þessu. Annars eru Þórðargleðipartý víða að finna hér, svo mig þarf ekki að angra þetta svo.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 18:45
Kæra nr. 5: Þú veist eins vel og ég að við verðum aldrei stór.
Hlynur Þór Magnússon, 29.3.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.