Ekki varð ég neitt hissa þegar ég sá fyrirsögnina Styrmir enn á ferð við Morgunblaðshúsið í Kringlunni. Ekki hefði ég heldur orðið hissa þó að hann hefði sést á vappi við gamla Morgunblaðshúsið í Aðalstræti. Jafnvel Matthías líka. Römm er sú taug ...
En þetta var annar handleggur, annar Styrmir. Tjaldurinn Styrmir.
Fuglamenn á Náttúrustofu Vestfjarða hafa líka gefið farfuglum kunnugleg nöfn á liðnum árum. Stína var á sínum tíma merkt í Holti í Önundarfirði. Síðan fréttist af henni á Írlandi, í Englandi og Frakklandi og svo aftur heima í Holti áður en hún fór til Írlands á ný.
Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í lestri Passíusálmanna á föstudaginn langa í kirkjunni í Holti hjá séra Stínu Gísladóttur. Hún er úr Mosfellssveitinni gömlu eins og ég. Það voru líka jaðrakanar á túninu heima í mínu ungdæmi. Ætli þeir séu þar enn?
Ísfirðingur nokkur var að koma að sunnan og sagði við kunningja sinn: Ég keyrði yfir tjald inni í Djúpi. Og kunninginn spurði: Var einhver í tjaldinu?
Styrmir enn á ferð við Morgunblaðshúsið í Kringlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.