5.4.2007
Morgunandakt
Ég vandist ţví ađ vikan fyrir páska vćri kölluđ dymbilvika en vikan á eftir páskavika. Margir tala hins vegar um ţessa viku sem páskaviku - svo sem ađ skreppa á skíđi til Ísafjarđar í páskavikunni. Svona breytast hlutirnir og lítiđ viđ ţví ađ segja. Mađur ţumbast viđ lengi vel en lćtur ađ lokum undan ofureflinu. Fáir myndu skilja bloggiđ mitt ef ég ritađi mál Egils og Snorra.
Hundurinn Dexter slapp áđan. Ég opnađi fyrir honum út á pallinn en gćtti ţess ekki ađ hliđiđ var opiđ. Ţegar ég ćtlađi litlu síđar ađ setja hann í bandiđ í garđinum var hann horfinn.
Ekki ţurfti ég ađ leita hans lengi. Ég fór rakleiđis ađ húsi ţar sem íturvaxin tík á heima og ţar var hundurinn fyrir utan. Cherchez la femme. Hann var ekki byrjađur ađ syngja undir glugganum hennar. Vona ég. Ekki klukkan hálfátta á skírdagsmorgni.
Morgunninn sjálfur er skír og fagur. Láréttir sólargeislar viđ Breiđafjörđ. Hćgviđri, dálítiđ andkalt. Í dag er hinn hreini dagur, hreinleikans dagur. Á morgun er dimmur dagur.
Til upprifjunar varđandi hundinn Dexter: Ég á hann ekki heldur Erla dóttir mín. Hann hefur dvalist hjá mér í rúma tvo mánuđi. Deili á nafni hans koma fram hér í gestabókinni. Sjá líka ţessa fćrslu:
30.01.2007 Međ tetanus í höfđinu
Athugasemdir
Íhaldssemi er góđ,ţegar tungan á í hlut. Dymbilvika er vikan fyrir páska.Henni fylgir páskavikan. Ţađ ber ađ halda ţessari ágćtu málvenju og alls ekki gefast upp fyrir ţeim reiđareksmönnum,sem láta sig ţróun og örlög íslenskrar tungu engi skipta.
Eiđur Svanberg Guđnason, 5.4.2007 kl. 09:47
ja, ég vil helst hafa ţessa orđanotkun á hreinu
halkatla, 5.4.2007 kl. 12:09
Rétt er ţađ --nú er Dymbilvika og páskavikan byrjar víst á sunnudag
Halldór Sigurđsson, 5.4.2007 kl. 17:38
Dexter karlin fór á flakkFinna vildi sprund.Hlynur honum tók ţá takEnda batt á morgun dund.
Magnús Jónsson, 5.4.2007 kl. 20:21
Ţetta er náttúrlega Ómars mál, náttúran kallar.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 5.4.2007 kl. 23:01
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.