Og tíminn líður ...

Græna slikjan á jörðinni verður að djúpgrænum flekkjum sem breiðast út eins og exem*) á meðan brumið á greinum þrútnar dag frá degi. Í dag var hitinn hér á Reykhólum 17-18 stig og fór mest í 19,3 stig samkvæmt mæli Veðurstofunnar. Vindskráningin er biluð og hefur verið það um skeið. Hins vegar þarf ekki flókinn búnað til að mæla logn.

              

Í dag eru þrjátíu ár síðan mamma dó.

                    

Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól.

               

- - - - - - - - - -         

*) Í kvæðinu Landsýn kemst Halldór Kiljan svona að orði: Sjá fjöll mín hefjast hvít sem skyr og mjólk / úr hafi ... Mér er það minnisstætt þegar Bjarni Guðnason prófessor tók þessa samlíkingu sem gott dæmi um fádæma smekkleysi.

                        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér í Reykjavík er hrollkalt eins og fyrri daginn, fór ekki í meira en 14 stig.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband