Jónína Benediktsdóttir kvartar á bloggi sínu yfir fjandans ţvćlingi hjá Mogganum. Endalausar breytingar á stađsetningu efnisins og ekki nokkur leiđ ađ finna ýmislegt sem átt hefur sér fasta síđu síđan á fyrri hluta síđustu aldar, segir hún.
Eins og út úr mínu hjarta talađ!
Skáldiđ sá ţetta fyrir:
Reikult er rótlaust ţangiđ,
rekst ţađ um víđan sjá,
straumar og votir vindar
velkja ţví til og frá.
Ţarna er auđvitađ átt viđ efnisţćttina sem flćmast fram og aftur í Mogganum. Hinn víđi sjár er Morgunblađiđ en votir vindar eru nýmóđinsöflin á ritstjórninni.
Ţegar ég var upp á mitt besta á fyrri hluta síđustu aldar var hćgt ađ ganga ađ hlutunum vísum í Morgunblađinu. Allt er í heiminum hverfult sagđi Jónas en ţađ gilti ekki um Moggann.
Ekki fyrr en núna.
Eins og kunnugt er, ţá standa núna yfir tímar sem nefndir eru ţessir síđustu og verstu tímar. Einkenni ţeirra eru lausung og lygi, skeggöld og skálmöld og allt ţađ; hverfa af himni heiđar stjörnur.
Finnast ćsir
á Iđavelli
og um moldţinur
máttkan dćma
og minnast ţar
á Morgunblađiđ
og á Fimbultýs
fornar rúnar.
Ég tek heilshugar undir eftirfarandi orđ Jónínu Benediktsdóttur:
Moggafólk, hćttiđ nú ađ pirra okkur međ ţessum breytingum.
Athugasemdir
Sammála ţér:)
Bjarki Tryggvason, 6.5.2007 kl. 12:12
Hva, ert ţú enn ađ?
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 6.5.2007 kl. 14:06
Til hamingju međ 80 ára afmćliđ mikiđ líđur tíminn hratt á gervihnattaöld.
Ingólfur H Ţorleifsson, 6.5.2007 kl. 21:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.