Fegrunaraðgerðir?

Hvað felst eiginlega í hugtakinu fegrunaraðgerð, sem notað er í þessari frétt? Hér er talað í einni runu um aðgerðir á augnlokum, brjóstastækkanir, svuntuaðgerðir, fitusog og andlitslyftingar, en þetta eru algengustu aðgerðirnar hjá tilteknum hópi lýtalækna skv. tilvitnaðri frétt á mbl.is.

 

Eru þessar aðgerðir á augnlokum eingöngu til fegrunar? Oft eru fellingar á augnlokum fjarlægðar hjá rosknu eða öldruðu fólki vegna þess að þær lafa niður og eru til óþæginda. Þá er ekki verið að hugsa um fegurðina heldur gagnsemi augnanna og líðan fólksins. Eru slíkar aðgerðir á augnlokum ekki í þessari samantekt?

 

Og hvað með brjóstaminnkanir sem gerðar eru vegna þess að þyngd brjóstanna veldur verulegum óþægindum, svo sem þrálátri vöðvabólgu? Teljast þær til fegrunaraðgerða?

 

En varðandi brjóstastækkanir – hvort silíkonfótboltar í brjóstum teljast fegrandi er líklega smekksatriði. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir til lagfæringar vegna líkamlegra sjúkdóma eða slysa.

 

Fegurðin er líklega bæði einstaklingsbundin og tískubundin skynjun.

 

Eru fegrunaraðgerðir kostaðar að einhverju leyti af almannatryggingum? Ítrekun: Hér er ekki verið að tala um aðgerðir til lagfæringar vegna líkamlegra sjúkdóma eða slysa. Ef svo er, sem ég veit ekkert um, væri þá ekki nær að senda fólkið til sálfræðings eða geðlæknis?

 

Bara velti þessu fyrir mér af því að ég veit ekki neitt ...


mbl.is Rúmlega níu hundruð fegrunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér skilst að slíkar aðgerðir séu ekki niðurgreiddar um einn eyri.

Umframhúð sem þarf að fjarlægja eftir offituaðgerð kostar viðkomandi nokkur hundruð þúsund krónur. Samt sparar aðgerðin þjóðfélaginu helling þar sem fólk losnar við margs konar offitusjúkdóma á eftir. Tók einu sinni viðtal við konu sem fór í magaaðgerð og þess vegna er ég svona svakalega vel inni í þessu

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Ragnheiður

Brjóstaminnkunaraðgerð telst lýtaaðgerð og er að flullu greidd af ríkinu EF þyngdin telst næg til að vera konunni hrein byrði.

Ragnheiður , 7.5.2007 kl. 13:37

3 identicon

Ég fór í svona augnpokaminnkun 2005 og það var ekki til fegrunar heldur var ég alltaf með hausverk.  Mér fannst, ef eitthvað var, verra að missa þetta auðkenni útlitslega séð því þetta er nokkurs konar fjölskyldueinkenni móðurættar minnar.  En eftir margra ára frestun gafst ég upp og lét minnka þá.

Tryggingastofnun skilgreindi aðgerðina hins vegar sem pjúra fegrunaraðgerð og borgaði ekki krónu, þó umsókninni fylgdi vottorð frá lækni um óþægindin.

Kannski er það sorglegt, en ég hugsaði með mér að þessi tala væri nú ekkert svo há hér á landi.  Mér finnst önnur hvor Hollywoodstjarna vera búin að afskræma sig með aðgerðum.  Stundum spái ég í það hvort þetta fólk eigi virkilega ekki spegil.  Hvort það sjái ekki hversu "grótesk" það er orðið.  Varir eru ekki varir nema minna á Andrésinu Önd, brjóst haggast ekki á konum, enda stútfull af gervivökva, kinnbein og kjálkar eiga sín eigin póstnúmer og fólkið er með viðvarandi undrunarsvip á andlitinu því það er búið að strekkja ennið svo rækilega.

Þetta er eitthvað sem ég tengi við allt annað en fegurð. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: halkatla

ég tek undir með Lilju um Hollywoodstjörnunar!!! 

halkatla, 7.5.2007 kl. 15:05

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Lýtaaðgerðir eru sumsé niðurgreiddar. Fegrunaraðgerðir ekki. En hvar eru mörkin?

Of stór brjóst sem valda vöðvabólgu, og ég veit ekki hvað og hvað, til vandkvæða sem Tryggingastofnun tekur þátt í að aðstoða fólk með.

Mér skilst að það flokkist sem lýti er getur valdið, eða veldur, viðkomandi andlegum þjáningum. 

En ég spyr aftur, hvar eru mörkin?  Er þetta ekki hreinlega skilgreint af samfélaginu. Ör í andliti karlmanns gæti hann borið með stolti, og talist töffari, á meðan kona með samskonar ör væri álitin með útlitsgalla. 

Og hver er staðan ef fegrunaraðgerð leiðir af sér líkamlegar þjáningar, þegar mátti sjá vöðvabólguna fyrir en kona ákvað engu að síður að fá sér tvöfalt stærri barm? 

erlahlyns.blogspot.com, 7.5.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband