Batnandi manni er best að lifa. Næst á dagskránni hjá starfsfólki mbl.is er að læra íslensku. Svo er að læra undirstöðuatriðin í fréttaskrifum. Þar kemur m.a. til sögunnar nákvæmni, sem sennilega er fremur eðlislæg en tillærð. Þá kemur að námi í öðrum tungumálum, svo sem ensku. Loks er listin að geta snúið útlendum texta á skiljanlega íslensku.
Spurningin er hins vegar þessi: Hvers vegna ræður mbl.is ekki til starfa fólk sem hefur þessa undirstöðu á valdi sínu?
Og: Hvers vegna er nánast hver einasta frétt á mbl.is meira og minna brengluð, illskiljanleg eða óskiljanleg? Auk þess á einhverju hrognamáli sem hvorki er kennt né kynnt í íslenskum skólum?
Hvers vegna þarf Morgunblaðið endilega að fara niður á planið hjá einhverjum öðrum? Er það rétt að verið sé að spara? Er það rétt, að í sparnaðarskyni sé notast við áhugasama grunnskólakrakka í tímabundinni starfskynningu?
07.05.2007 Þegar bloggarar skúbba ...
Eftirminnileg bílferð hjá Birgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona svona, Hlynur. Ekki vera svona vondur við krakkagreyin. Þessi grein er alveg við það að vera skiljanleg. Það er líka ágætt að sjá hve auðvelt er að skrifa betur en þeir sem skrifa í Morgunblaðið.
Sæmundur Bjarnason, 8.5.2007 kl. 23:37
Sæmundur - er pabbi þinn slöttólfsskákmaður og slöttólfsíslenskumaður?
Hlynur Þór Magnússon, 8.5.2007 kl. 23:55
Annars snúa þessar smávægilegu athugasemdir mínar alls ekki að þessari tilteknu frétt sérstaklega. Þær snúa að fréttaskrifunum á mbl.is eins og þau leggja sig.
Hlynur Þór Magnússon, 8.5.2007 kl. 23:57
Ég var einmitt að rífa í hár mitt (ég hef ekkert skegg) yfir frétt um Paris Hilton. Það var talað um Parísi og starfsfólk Parísar. Þetta minnti mig á þann leiða ávana Æskunnar í gamla daga að íslenska öll erlend nöfn. Mikjáll Jónsson var á hátindi ferils síns.
Það hlýtur að vera til almennilega skrifandi fólk sem hægt er að ráða í vinnu hjá Mogganum á vefnum. Ég trúi ekki öðru.
Getur þú ekki bara ráðið þig í vinnu?
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 00:29
Hér virðast menn vera sífellt að fikta í forritum svo það er varla að ég þori að skrifa hérna. Áðan hélt tölvan því fram að ég væri innskráður sem hafmeyja!!!
Ég skil ekki Hlynur, hvað pabbi minn kemur þessu máli við, búinn að vera dauður í meira en 30 ár. Annars virðast ritstjórar Morgunblaðsins vera farnir að hugsa sem svo, að við eigum andskotann ekkert rétt á meiru en að greinarnar séu nokkurn vegin skiljanlegar og það er hugsanlegt að þeir hafi rétt fyrir sér.
Sæmundur Bjarnason, 9.5.2007 kl. 03:33
Bið þig velvirðingar, ágæti Sæmundur - hér fór ég hastarlega mannavillt! Hélt að þú værir sonur gamals skákvinar míns og íslenskukennara ...
Hlynur Þór Magnússon, 9.5.2007 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.