12.5.2007
Allrar veraldar vegur ...
Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem ég kemst ekki á kjörstað. Ekki áttaði ég mig á því fyrr en í gær, að ekki er kjördeild hér í þorpinu á Reykhólum, eina þéttbýliskjarnanum í Reykhólahreppi.
Fram til þessa hef ég komist af sjálfsdáðum til að kjósa. Og - ef ég kemst ekki af sjálfsdáðum á kjörstað, þá kýs ég einfaldlega ekki! Puttaferðalangur gerist ég ekki úr þessu ...
Athugasemdir
Akkúrat! Einmitt þess vegna ætla ég að sitja heima ...
Hlynur Þór Magnússon, 12.5.2007 kl. 09:13
... og styðja hinn magnaða flokk Auðir & Ógildir!
Viðar Eggertsson, 12.5.2007 kl. 10:14
Einhvernveginn finnst mér ekki passa við þig að vera auður og eða ógildur og þaðan af síður fjarverandi á kjördag. Getur enginn skutlað þér á staðinn? Undarleg sveit, Reykhólasveit, ef ekki er boðin keyrsla á kjörstað. Hvar er metnaður þinna manna?
Halldór Egill Guðnason, 12.5.2007 kl. 12:43
Hnuss....
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.