Frjálslynd umbótastjórn: Samfylkingin næst á matseðli Sjálfstæðisflokksins

Athyglisverð er afdráttarlaus skilgreining Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í fréttaviðtali á væntanlegri SS-stjórn: Frjálslynd umbótastjórn. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um viðhorf Samfylkingar (eða a.m.k. formannsins, segi ekki meira) til Sjálfstæðisflokksins og verka hans í ríkisstjórn undanfarin sextán ár?

 

Líklega voru fleiri en ég hissa á því, hversu langan tíma það tók sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að komast að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnarsamstarfinu skyldi slitið. Datt virkilega nokkrum manni í hug í fullri alvöru að halda áfram með einn þingmann í plús? Þurfti virkilega að þrautræða þá augljósu staðreynd, að einn þingmaður - endurtek: einn þingmaður - hefði þá orðið valdamesti maðurinn í stjórnkerfi landsins? Einn þingmaður - ég nefni engin nöfn - hefði getað tekið Alþingi og ríkisstjórn í gíslingu. Og hann hefði gert það við fyrstu hentugleika. Hann hefði getað krafist nánast hvers sem væri í þágu persónulegra hugðarefna og sinnar heimabyggðar - annars myndi hann stöðva framgang hvaða máls sem væri og sprengja ríkisstjórnina hvenær sem honum þóknaðist.

 

Annars er það athyglisvert, að núna skuli Samfylkingin vera næst á matseðlinum hjá Sjálfstæðisflokknum. Kannski eru margir búnir að gleyma því hvernig Alþýðuflokkurinn sálugi fór út úr samstarfi með Sjálfstæðisflokknum í Viðreisnarstjórninni á sjöunda áratugnum og aftur í byrjun síðasta áratugar. Samstarfið var vissulega mjög farsælt fyrir þjóðina - en Alþýðuflokkurinn veslaðist upp, rétt eins og Framsóknarflokkurinn hefur gert í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Eru það ekki einhverjir fiskar sem maka sig og svo deyr alltaf annar, gott ef hinn étur hann ekki?

 

Núna er það sumsé Samfylkingin. Afturganga Alþýðuflokksins gamla.

 

Bara segi svona.

            

Var reyndar búinn að spá þessu.

 
mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hef ekki mikla trú á að kvendýrið éti karlinn í þessu tilfelli. Hins vegar er ég efins um að þrátt fyrir yfirgnæfandi meirihluta, verði þetta ekki langlíf stjórn, ef af verður. Vona samt hið besta því ég nenni ekki að spá of mikið í þetta, né of oft. Nái hún að fæðast og  vinna eins og ein heild, er hins vegar aldrei að vita hvað gerist. Úff, farinn að hljóma eins og framsóknarmaður af suðurlandi og því mál að linni. Vona bara að einhver stjórn komist á fyrr en seinna. 

Halldór Egill Guðnason, 17.5.2007 kl. 22:55

2 identicon

Sæll Hlynur.

Ágætis hugleiðing hjá þér.  Þetta minnir mig á dæmisögu um grísinn og hænuna sem hittust og tóku spjall saman.  Sagan er svona:

  • Hænan:  Eigum við ekki að slá okkur saman og búa til egg og beikon?
  • Grísinn:  Ágætis hugmynd.
  • Hænan:  Hefjumst þá handa.
  • Grísinn:  En bíddu nú við.  Ef þú kemur með eggin og ég með beikonið, þá hlýt   ég að þurfa að deyja?
  • Hænan:  Alveg hárrétt.  Þegar tveir slá sig saman í eitt, þá getur bara annar lifað af.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband