Nú verða sagðar fréttir

Jón Kjartansson í JónsbúðJón Kjartansson kaupmaður í Jónsbúð á Reykhólum - og núna líka í Nesi (Króksfjarðarnesi) - segist vera mjög sáttur við veltuna hjá sér það sem af er sumri. Heimafólkið verslar líklega með svipuðum hætti og venjulega en meira hefur verið af ferðafólki en á sama tíma í fyrra. Einkum eru það útlendingar á húsbílum sem læðast jafnt og þétt hér út á Reykjanes við Breiðafjörð og eiga næturstað á planinu við sundlaugina.

 

Dagurinn í gær - föstudagurinn - var sá heitasti hér fram að þessu. Lofthitinn fór í tuttugu stig og breyskjan var gríðarleg í sólskininu þannig að svalt var að koma inn í hús.

 

Núna í laugardagsmorgunsárið kom svolítil rigningarskúr náttúrunni til hressingar. Í fyrrakvöld gerði gríðarlega rigningu sem var vel þegin eftir þurrasólskin að mestu vikum saman.

 

Myndina af Jóni kaupmanni tók ég í gær þegar glaðast skein sólin. Búðin hans er lítil að utan en einhvern veginn stærri þegar inn er komið. Ferðafólk spurði mig um daginn hvað þarna fengist. Allur andskotinn, svaraði ég.

 

Þetta sá ég á netinu áðan:

 

Ávarpið flutti ég í hófi ... (Björn Bjarnason)

 

Hvíta duftið sem fannst í bensíntönkum Ferraribílanna skömmu fyrir Mónakókappaksturinn reyndist vera þvottaduft. - - - Forsvarsmenn McLaren hafa þvegið hendur sínar af málinu ... (mbl.is)

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Blessaður Hlynur og takk fyrir móttökurnar og skemmtilega spjallstund á fróðlegu hlunnindasafni ykkar Reykhólinga sl. fimmtudag. Það var gaman að hitta þig enda hef ég oftlega lesið þínar færslur mér til fróðleiks og skemmtunar. Frá þér héldum við hjónin út í Króksfjarðarnes og vitaskuld heimsóttum við Jónsbúð og versluðum þar, enda hefur verslunin sú flest það sem ég þarf á að halda. Samkna þess reyndar að Kaupfélagið hafi lagt upp laupana þar eins og víðast hvar annarsstaðar. Jón hefur vonandi meira úthald en SÍS gamli til að halda úti verslunum. Gangi ykkur bara allt í haginn þarna í matarkistunni.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 7.7.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband