Misræmi hjá fréttamiðlum: Hverju á maður að trúa?

Ég sakna þeirra tíma þegar gamla Gufan var eini fréttamiðillinn á ljósvakanum hérlendis og Morgunblaðið eina blaðið sem mark var takandi á (að margra áliti). Ekki lýgur Mogginn, var sagt. Að ekki sé nú minnst á sjálft Útvarpið.

 

Þá var nú ekki vandi að þekkja hinn hreina sannleik. Alveg sérstaklega ef maður gætti þess að notast annað hvort við Útvarpið eða Moggann en ekki bæði í senn.

 

Núna er allt morandi í fjölmiðlum. Þeir flytja fréttir af sömu viðburðunum, en gallinn er sá, að ekki er gott að vita hverju maður á að trúa.

 

Ríkisútvarpið Sjónvarp greindi frá því í langri og hjartnæmri frétt í kvöld, að gríðarlega mikið hefði verið um hjónavígslur hérlendis í dag. Nefndar voru ótrúlegar tölur í því sambandi. Í fréttum Ríkisútvarpsins Hljóðvarps í kvöld kvað hins vegar við allt annan tón, eða eins og segir á fréttavefnum ruv.is: ... samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki meira um brúðkaup í dag en aðra laugardaga á þessum árstíma.

 

Fréttavefurinn visir.is hefur flutt eina Íraksfrétt í dag. Fyrirsögn hennar er: Einn lést og þrír særðust í Írak. Fréttavefurinn mbl.is sagði hins vegar fyrir nærri sex klukkutímum: Mannskæðasta tilræði í Írak frá því í apríl - Nú er ljóst að að minnsta kosti hundrað og fimm manns létu lífið og tvö hundruð og fjörutíu slösuðust er bílsprengja sprakk [...] í Írak í morgun.

 

Og þannig mætti lengi telja ...

 
mbl.is Mannskæðasta tilræði í Írak frá því í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þass vegna er svo gott að lesa blogg.  Bloggarar gera þetta af áhuga, fréttamenn eru bara að vinna vinnuna sína, misvel....

Vilborg Traustadóttir, 7.7.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það eru misjafnar áherslurnar hjá þessum blessaða fjölmiðlagraut sem nú er rekinn hér á landi. Þegar Mogginn er farinn að prenta fyrirsagnir með stríðsletri á forsíðunni, sem innihalda prentvillur, er fokið í ansi mörg skjól og tæplega mikill metnaður lagður í smáa letrið annarsstaðar. Misjafn fréttaflutningur af sama atburðinum, er einnig verulegt áhyggjuefni og sýnir vel, eins og þú bendir á, að ekki er gott að átta sig á hverjum maður á að trúa.

Halldór Egill Guðnason, 8.7.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband