Eins og fleiri hér á blogginu var ég klukkađur. Ađ vísu veit ég lítiđ út á hvađ ţetta gengur en margir virđast tilgreina eitthvađ varđandi sjálfa sig, oft í átta liđum. Ég leyfi mér ađ gera ţađ líka. Margt kom til álita - en hér eru átta liđa úrslitin:
1. Tónlistarfólk sem ég hef sérstakar mćtur á: Henry J. Deutschendorf, Louise C. Ritchie, Magnús Ţór Jónsson, Eleanora Fagan, Ásbjörn Kristinsson, Robert A. Zimmerman, Vincent D. Furnier, James N. Osterberg.
2. Tíu bćkur sem ég vildi hafa međ mér á eyđieyju: Birtíngur eftir Voltaire, Bókin um veginn eftir Laó Tse, Bör Börsson (fyrra bindiđ) eftir Johan Falkberget, Egils saga (óvíst um höfund; e.t.v. Snorri Sturluson), Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn, Ofvitinn eftir Ţórberg Ţórđarson, Sögukaflar af sjálfum mér eftir Matthías Jochumsson, Tómas Jónsson metsölubók eftir Guđberg Bergsson, Ćvintýraeyjan eftir Enid Blyton.
3. Dómsmálaráđherrar sem ég hef í hávegum: Peter A. Alberti, Jónas Jónsson frá Hriflu, Hilde Benjamin.
4. Uppáhaldsţorskafjörđurinn: Ţorskafjörđur í Austur-Barđastrandarsýslu.
5. Íslenskir óperusöngvarar sem mér ţykja sérlega athyglisverđir: Eggert Stefánsson, Garđar Hólm, Kristján Jóhannsson.
6. Fólk sem ég vildi hafa međ mér á eyđieyju: Cilla Black, Barry White, Pamela Green, Dan Brown, Paul Adair, Daniel Cohn-Bendit, Rudi Dutschke, Kenneth Livingstone.
7. Fólk sem ég vildi ekki hafa međ mér á eyđieyju: Ţorgeir Hávarsson, Hómer Simpson, Paris Hilton, Britney Spears.
8. Hćsta fjall sem ég hef ekki gengiđ á: Everest.
Ţetta er nú annars meiri bölvuđ vitleysan ...Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Athugasemdir
góđur bókmenntasmekkur
halkatla, 14.7.2007 kl. 17:36
Kannast ekki allir, sem ţetta lesa, viđ tónlistarfólkiđ sem nefnt er í liđ eitt? Og hvađ á fólkiđ í liđ sex sameiginlegt?
Hlynur Ţór Magnússon, 14.7.2007 kl. 22:46
Góđ afţreying og og sálarfóđur?
Halldór Egill Guđnason, 14.7.2007 kl. 23:21
Allra aumjúklegast vil ég benda á, og eingöngu í formi tillögu, ađ ţú bćtir Agli Skallagrímssyni viđ sjöunda liđ.
Svona til öryggis, hann er ekki allra.
Ólafur Eiríksson, 15.7.2007 kl. 14:01
Henry J. Deutschendorf - John Denver
Louise C. Ritchie - Madonna
Magnús Ţór Jónsson - Megas
Eleanora Fagan - Billy Holiday
Ásbjörn Kristinsson - Bubbi Morthens
Robert A. Zimmerman - Bob Dylan
Vincent D. Furnier - Alice Cooper
James N. Osterberg - Iggy Pop
Viđar (IP-tala skráđ) 20.7.2007 kl. 11:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.