Rigning stöðvar hugsun um atviksorð

Sem ég sat hér fyrir utan og hugleiddi notkun atviksorðsins upp í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, þá fór hann að rigna. Ég hætti að hugsa, stóð upp og fór inn. Hana vantaði níu mínútur í ellefu. Við Sölvi Helgason og Þórbergur gáum alltaf á klukkuna þegar eitthvað merkilegt gerist.

Rigningin stóð ekki lengi en hún var bæði mikil og góð. Þegar henni slotaði jafnskyndilega og hún byrjaði var ferskleiki náttúrunnar alger, lognið algert, kyrrðin alger. Nema hvað mér fannst ég heyra grösin hvískra í gleði sinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband