líkþorn, slabbdregill, firðtal, slembiúrtak, legslímuflakk, njálgur, páka

Leitin að ljótasta orði íslenskrar tungu: Hátt í sextíu færslur eru komnar í athugasemdadálkinn og tillögur um fjölmörg afar frambærileg orð. Þar má nefna (án þess að ég taki afstöðu að sinni) orðin slembiúrtak, búkur, legslímuflakk, líkþorn, drulla, blogg, ristruflanir, togleðurshólkur, afturúrkreistingur, legremburotta, áriðill, náriðill, þúsöld, raggeit, njálgur, spartltúba, kunta, firðtal, héddna, rasssæri, slabbdregill, páka, afgjaldskvaðarverðmæti, nýsigögn, hortittur, æla ...

 

Eflaust leynast enn margir gimsteinar ljótleikans glóandi í málhaugnum okkar ylhýra, ástkæra. Við finnum örugglega margt fleira ljótt ef við leitum í sálarfylgsninu. Söfnum áfram tillögum fram yfir helgi og förum svo að skilja sauðina frá höfrunum, láta renna undan rjómanum, slíta upp ljótasta illgresið og hnýta saman í vönd ...

 

Nokkrir hafa tilnefnt Framsóknarflokkinn. Það er út af fyrir sig skiljanlegt en ég efast um að rétt sé að hafa sérnöfn í þessari samkeppni. Framsóknarmenn hafa báðir haft samband við mig og látið í ljós óánægju sína. Hins vegar kæmi orðið framsóknarmaður (eða sjálfstæðismaður, eða einfaldlega stjórnmálamaður) e.t.v. til greina við úthlutun sérstakra heiðursverðlauna, líkt og í Óskarnum.

 

Hugsið ykkur allt þetta hráefni í ljótasta ljóð íslenskrar tungu!

 

Svo fæ ég líklega viðurkenningu (eða verðskuldaða refsingu) fyrir ljótustu bloggfyrirsögn þúsaldarinnar.

 

> 20.07.2007   Ný samkeppni: Ljótasta orð íslenskrar tungu

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarflokkurinn er fallegt orð og fallegustu stelpurnar eru í þeim flokki. Þær voru hins vegar vannýttar í kosningabaráttunni og því fór sem fór.

Málhalta matargatið (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Vá það hlýtur að hafa verið gaman að skrifa þetta !...slamma, pussa, stólpípa, gröftur, gyllinæð

Skafti Elíasson, 22.7.2007 kl. 01:47

3 Smámynd: Heidi Strand

Þegar ég las fyrirsögnina, helt ég þetta væri sjúkdómablogg

Heidi Strand, 22.7.2007 kl. 06:41

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Heidi: Það er vel skiljanlegt. Firðtal gæti merkt ofheyrnir. Slembiúrtak gæti verið t.d. blettaskalli. Slabbdregill gæti verið blaut tunga.

Hlynur Þór Magnússon, 22.7.2007 kl. 09:10

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Slembiúrtak finnst mér fínasta orð. Líklega er það vegna þess að mér er svo tamt að nota það. Þegar ég hugsa um það segi ég þó oftar slembival. Nýsigögn er líka gott heiti.

Hins vegar fæ ég gæsahúð við að lesa eða heyra talað um legslímuflakk. Mun fleiri virðast á þeirri skoðun ef marka má íslensk samtök kvenna með sjúkdóminn. Í heiti samtakanna er talað um „endómetríósu“, eins þjált og það nú er.

Legslímuflakk fær mitt atkvæði.

Áhugafólk getur lesið sér til hér.  

erlahlyns.blogspot.com, 22.7.2007 kl. 21:48

6 identicon

Sæll Hlynur -  Nauðsynlegt framtak að velja það ljótasta líka.

Sting upp á orðinu bjúgaldinsklofningur - sem mun vera tilraun til að þýða banana split.

Ertu alveg hættur að tefla? 

Einar (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:07

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég gerði einu sinni slæma vitleysu við setningu á blaðinuFréttir í Vestmannaeyjum. Í auglýsingu stóð Sjálfsæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Það héldu sumir að ég hefði gert þetta viljandi sem er náttúrulega kolrangt en er þetta ekki nokkuð ógeðfellt orð sjálfsæðismaður?

Ævar Rafn Kjartansson, 27.7.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband