30.8.2008
Fréttir eða ekki fréttir
Undanfarið hafa fréttastofur og fjölmiðlar varið (eytt) miklum tíma og plássi í siðferði kjörinna fulltrúa fólksins í landinu. Þar á meðal gistingar á lúxushótelum rétt við eigin bæjardyr.
Auðvitað þarf eitthvað að gera til að fylla í eyðuna eftir áróðursleikana í Kína.
En þetta ...
Leikarnir voru haldnir í Kína og þess vegna var næsta eðlilegt að fjalla bæði um þá og Kína.
Hvort sem eitthvað var nú yfirleitt fjallað um Kína.
En siðferði íslenskra stjórnmálamanna?
Hver eru viðbrögð krosstrjánna? Hver eru viðbrögð t.d. Árna Þórs Sigurðssonar og annarra heilagra Honeckera og Kastróa og margfaldrar móður Teresu þjóðar vorrar?
Verður ekki næst í fréttunum fjallað um dyn kattarins og allt það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.