2.9.2008
Svínin og þjóðin
Sum mál vefjast meira fyrir stjórnmálamönnum en önnur. Þar á meðal er eftirlaunaósóminn, sem svo er nefndur. Samt er þetta mál einstaklega einfalt í raun. Það snýst um það hvort stjórnmálamenn eigi að skammta sjálfum sér ríkulegri eftirlaun en öðru fólki eða ekki.
Alþingi hefur það hlutverk að setja lög og hefur sett lög þess efnis að þingmenn og ráðherrar og fleiri af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar skuli njóta sérkjara hvað eftirlaun varðar. Á það skal minnt, að ráðherrar - handhafar framkvæmdavaldsins - eru í nær öllum tilvikum líka þingmenn og þar með handhafar löggjafarvaldsins og skömmtunarmenn eigin sérkjara. Einhvern tímann hefði verið talað um vanhæfi í þessu sambandi. Hvort heldur varðar þingmennina eða ráðherrana sem jafnframt eru þingmenn.Til eru þingmenn sem finnst ótækt að þeir sjálfir skuli njóta sjálftekinna sérkjara hvað eftirlaun varðar og vilja breyta þessu. Vel má vera að þar sé um lýðskrum að ræða og kæmi ekki á óvart þegar þingmenn eru annars vegar. Hins vegar fá þeir lítinn hljómgrunn hjá forsvarsmönnum sinna flokka. Geir H. Haarde var spurður út í þessi mál í sjónvarpsfréttum núna eitt kvöldið og setti þá upp sinn venjulega hundshaus (í ljósi samhengisins væri samlíking við aðra dýrategund e.t.v. heppilegri, en þetta með hundshausinn er einfaldlega málvenja).
Nú er þess beðið hvort einhver stjórnmálaflokkur taki af skarið í þessum efnum.
Steingrímur eitthvað kannski?
Þingmenn fá Animal Farm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.