4.9.2008
Ljósmæður og kröfur þeirra
Eiginlega er ég steinhissa á verkfalli ljósmæðra. Ekki á ljósmæðrunum sjálfum heldur því að þær skuli neyddar í verkfall. Svo virðist sem nánast allir styðji sjálfsagðar kröfur þeirra - nema ríkisvaldið sem í þessu efni sem öðrum kýs að afgreiða mál með því að gera ekki neitt.
Meira að segja stjórnarþingmaðurinn Ásta Möller - sem vegna menntunar sinnar og reynslu ætti að þekkja betur til mála en nokkur annar núverandi stjórnarþingmaður - getur ekki orða bundist. Orð hennar verða samt enn þyngri þegar þess er gætt, að hún er ekki aðeins stjórnarþingmaður heldur einnig formaður heilbrigðisnefndar Alþingis.
Kröfur ljósmæðra eru á rökum reistar", sagði Ásta á Alþingi í morgun.
Er hægt að komast öllu skýrar að orði?
Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar virðist hins vegar styðja Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í þessu máli, skv. fréttinni sem hér er tengt við.
Einhver hefði nú sagt (eins og á sínum tíma þegar kerfisþrælar ríkisvaldsins voru að níðast á blaðburðarkrökkum): Svona gera menn ekki. Og þar með höggvið á hnútinn.
Spyrja má: Getur ríkisvaldið lagst öllu lægra en þetta? Eru yfirleitt einhverjir vanmáttugri en fæðandi konur og börnin sem eru að koma í heiminn?
Spá mín er sú, að Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði látin taka við af Ástu Möller sem formaður heilbrigðisnefndar Alþingis við fyrsta tækifæri.
P.s.: Amma mín var ljósmóðir að ævistarfi.
Árangurslaus sáttafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta myndband til stuðnings ljósmæðrum geta allir sett inn hjá sér:
http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.