6.9.2008
Eru þau í Peking núna?
Dálítið merkilegt, að mér finnst. Uppselt var í fuglahreiðrið í Peking við setningu Ólympíuleika fatlaðra í dag. Meðal viðstaddra voru þrettán þjóðhöfðingjar, kóngar og forsetar, þar á meðal Horst Köhler, forseti Þýskalands, og ráðherrar íþróttamála frá fimmtíu þjóðlöndum. Frá þessu er greint á þýska fréttavefnum spiegel.de. Hvar var ráðherra íþróttamála á Íslandi nú? Ráðherrann sem fór tvær ferðir þangað á leika ófatlaðra ásamt ráðuneytisstjóranum og öðru föruneyti og kostaði til þess ófáum milljónum króna. Eru Ólafur Ragnar og Dorrit kannski viðstödd? Bara spyr. Það hefur þá farið framhjá mér.
Litaglöð sýning í hreiðrinuÓlympíumót fatlaðra hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 21:15
Ég held að Jóhanna Sigurðar sé þarna. Líklega er þetta ekki nógu spennandi fyrir aðalinn, fær ekki nógu mikla athygli.
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.9.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.