Gamlárssund í vorblíđu á Reykhólum

c_documents_and_settings_hlynur_my_documents_my_pictures_sundlaugin.jpg

Ţađ var ljúft í lauginni og heitu pottunum hérna á Reykhólum núna áđan. Vorblíđa, hćgur andvari, nánast logn; alger kyrrđ. Auk heimafólks fimmtán manna hópur útlendinga sem dveljast hérna í ţorpinu yfir áramótin – gestir prestsins okkar, séra Sjafnar Ţór. Séra Ţórarinn afi hennar var prestur hér í gamla daga og gott ef ekki prófastur.

 

Sundlaugin okkar heitir Grettislaug. Reyndar er gamla laugin međ ţví nafni í brekkunni rétt fyrir ofan ţá nýju; ţar sér enn fyrir fornri grjóthleđslu. Hér eru hverir og volgrur um allt og gufan hangir í loftinu í kyrru veđri.

 

Svona hefur ţetta líka veriđ ţegar Grettir Ásmundarson og ţeir fóstbrćđur Ţorgeir og Ţormóđur áttu samtímis veturvist hér á Reykjahólum ekki alls fyrir löngu.

 

Ţó er ekki víst ađ ţeir hafi spáđ mikiđ í náttúrufegurđina, víđerniđ, mólent og mýrlent flatlendiđ út til sjávarins međ vötnum og lónum og tjörnum og klapparholtum á milli; hvergi á landinu er fjölbreyttara fuglalíf en hér. Skarđsströndin teygir sig í suđaustri, Barđaströnd langt í vestri. Breiđafjörđurinn opnast til hafs milli Snćfellsjökuls og Stálfjalls; eyjar og hólmar og sker eru legíó.

 

Mér skilst ađ náttúrufegurđin hafi ekki veriđ fundin upp fyrr en á nítjándu öld.

 

Grettislaug hin nýja er einhver besta útisundlaug hérlendis. Hún vćri ekki kölluđ nýja laugin nema vegna ţeirrar gömlu. Viđ erum jafnaldrar. Hún fagnar sextugsafmćli sínu á nýja árinu; ekki rétt ađ fullyrđa međ mig ennţá. Hún er líka nćstum eins og ný eftir ađ allt sem henni viđkemur var gert upp fyrir nokkrum árum. Ég er ekki alveg eins og nýr enda hef ég ekki veriđ gerđur upp. Líka skortir eitthvađ á viđhaldiđ. Ég ţarf ađ bćta úr ţví og fá mér viđhald.

 

Ég óska vinum og velunnurum til sjávar og sveita nćr og fjćr (er formúlan ekki svona?) farsćldar á komandi ári. Og ég ţakka fyrir allt. Ég meina ţađ af hjartans einlćgni.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Gleđilegt ár. Takk fyrir allt allt allt :)

erlahlyns.blogspot.com, 1.1.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleđilegt ár. Mikiđ hefđi afa mínum ţ´tt ţetta fín laug en hann ólst upp í Miđhúsum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Hlynur Ţór Magnússon

Jórunn - og langafi ţinn mun hafa veriđ Sćmundur frćndi minn frá Skógum hér handan viđ, bróđir Matthíasar Jochumssonar ...

Hlynur Ţór Magnússon, 3.1.2007 kl. 20:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband