Hörður flugmaður snýr aftur

Gaman að minn afgamli vinur og nánast jafnaldri Hörður Guðmundsson flugmaður skuli aftur vera farinn að fljúga um Vestfirði. Margar ferðirnar fór ég með honum í ýmsum veðrum til ýmissa staða í fjórðungnum hér fyrr á árum. Flugfélagið Ernir er gamalt fyrirtæki og annaðist í fjölda ára bæði póstflug (áætlunarflug) og sjúkraflug innan Vestfjarða. Síðan tóku við verkefni erlendis, einkum í Afríku, en núna er Hörður flugmaður sumsé kominn aftur heim. Return of Tarzan. Það er gott að muna afmælisdaginn hans á sjálfri Jónsmessunni.

 

Post scriptum: Flugfélagið Ernir ber nafn fjallsins Ernis milli Skutulsfjarðar og Arnardals við Ísafjarðardjúp (Ernir: hvassbrýnt fjall; líka til m.a. í Bolungarvík). Beygist því ekki eins og örn heldur er eignarfallið Ernis. Þversögnin er sú, að á ensku nefnist félagið Eagle Air, sem minnir óneitanlega á Arnarflug sáluga.

    

bb.is 03.01.07 Fyrsta flug Ernis á Gjögur

bb.is 28.12.06 Ernir fær nýja vél í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband