Áhrif mín á Moggabloggið

Rétt vika er frá því að ég byrjaði að blogga hér á mbl.is. Mér þótti rétt að kanna áhrif skrifa minna hér og leit þess vegna inn á vef Samræmdrar vefmælingar, þar sem aðsóknartölur eru birtar vikulega og jafnframt breytingar milli vikna í prósentum. Niðurstaðan er ótvíræð: Notendum á mbl.is hefur stórfækkað, innlitum hefur stórfækkað og flettingum hefur stórfækkað.

 

Skoði maður sundurliðun á einstökum undirvefjum Moggavefjarins, þá kemur í ljós, að hér munar mest um samdráttinn á blog.is, þar sem áhrifa minna gætir helst. Þar hefur notendum fækkað um 18% og innlitum um 27,1%.

 

Segið svo að ég sé ekki áhrifamikill bloggari, a.m.k. hvað fælingarmáttinn varðar ...

 

Núna er ég væntanlega búinn að skrúfa fyrir allar vonir um að komast í heiðursflokkinn sem róterast efst á bloggsíðunni ... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég var það á sínum tíma. Svo var ég einhvern veginn dottinn út eða búinn að týna lykilorðinu, ég man ekki hvernig það var.

Hlynur Þór Magnússon, 3.1.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Viðbót: Laga tölurnar, segirðu. Eru þær of háar?

Hlynur Þór Magnússon, 3.1.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Satt er það sé engar. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2007 kl. 20:42

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég var að tala um aðsóknartölurnar að mbl.is og þessum bloggvef, eins og fram kemur ef smellt er á tengil Samræmdrar vefmælingar í textanum. Mínar aðsóknartölur skipta litlu, nema hvað ætla mætti að því hærri sem þær verða, þeim mun meira dragi úr vinsældum Moggabloggvefjarins í heild ...

Hlynur Þór Magnússon, 3.1.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband