4.1.2007
Þung lesning
Jamm. Akureyringar fá lánaðar bækur í tonnavís. Samtals 53,3 tonn á síðasta ári, samkvæmt frétt að norðan. Nokkur kíló á hvert mannsbarn. Ekki er ég með Innansveitarkróníku handbæra og langt síðan ég las hana man ekki alveg hvort það er í henni eða hvort ég heyrði sjálfur sagt frá því þegar ég var að alast upp í Mosfellssveitinni: Þegar bóndinn á Hrísbrú fór á bókasafnið í sveitinni (þetta var á fyrri hluta síðustu aldar), þá sló hann um sig og bað um svo og svo mörg kíló af bókum, líkt og mjöl væri eða sykur. Menn þóttust vita að hann væri lítt eða ekki læs á bækur en þætti vegsauki að vera mikill bókamaður. Líklega einmitt vegna þess að hann var það ekki.
Ætli Akureyringar séu miklir bókamenn?
Safngestir fengu 53 tonn að láni á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
53 tonna lestur ..greinilegt að mikið er lesið af norðanmönnum
Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 22:39
Ég játa fáfræði mína. Hvur bjó á Hrísbrú fyrir 1866?
Umræddur þungaviktarmaður í bókum, Andrés Ólafsson á Hrísbrú mig minnir að Kiljan segi frá því í Innansveitarkróníkunni þegar Andrés var kosinn í hreppsnefndina og fékk sér frakka til að hafa í hreppsnefndinni (velþekkt í Mosfellssveitinni á æskuárum mínum) var sonur Ólafs þess Magnússonar sem þú nefnir og Finnbjargar Finnsdóttur, sem Kiljan hélt í æsku sinni að héti 5björg man ég þetta ekki rétt?Hlynur Þór Magnússon, 5.1.2007 kl. 00:50
Aths. varðandi næstu athugasemd á undan: Þessi andsk. spurningarmerki birtast þar sem ég hafði gæsalappir og þankastrik ...
Hlynur Þór Magnússon, 5.1.2007 kl. 00:51
Ég veit svo sárafátt, sárlega fátt um mitt fólk í föðurættina. Einhvern veginn er mér í barnsminni, með réttu eða röngu, að Þórunn amma mín hafi verið fædd í Þerney en skírð í Móum, og séra Matthías Jochumsson (í móðurættina er ég kominn af móðursystur hans) sem þá var prestur þar hafi skírt hana.
Hlynur Þór Magnússon, 6.1.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.