Fram úr hófi sjarmerandi ...

Álpaðist inn á vefinn Spámaður.is og fékk þar ýmsar misskrítnar upplýsingar um sjálfan mig. Leyfi mér að tilfæra hér nokkur dæmi, eins og þetta: Það er merkilegt að sjá að þú býrð yfir magnaðri fegurð sem fer ekki fram hjá neinum sem fær að njóta nærveru þinnar og ekki má gleyma að minnast á mikla sál- og dulræna krafta þína ...

 

Ennfremur:

 

Þar sem stjörnumerki þitt er hið síðasta í röð tólf merkja safnast í því eðliseinkenni hinna ellefu. Þar af leiðandi birtist þú móttækilegur, fram úr hófi sjarmerandi, og fullur innsæis ...

 

Þegar ég dró spil kom þetta:

 

Þú hefur markvisst dregið þig frá umhverfi þínu á einhvern hátt og er það eingöngu af hinu góða ef þú ert þar með að styrkja sjálfið. Þér gæti mislíkað það sem er að gerast í kringum þig eða þú finnur þörfina á að vera í einrúmi og huga að persónulegum þörfum og jafnvel tíma til að huga betur að eigin líðan. Hér er talað um að þú ættir að ákveða hvað skal aðhafst án áhrifa annarra. Lausn vandans liggur innra með þér og svarið fæst fyrr en síðar. Skilaboð hjarta þíns, vellíðan og vanlíðan munu vísa þér á rétta braut.

 

Þegar ég dró svokallað ástarspil:

 

Þú kýst að vera fálátur um þessar mundir af einhverjum ástæðum en þú ert aldrei eins ánægður og þegar allt sem þú unnir fellur saman í eina heild með þig sjálfan sem miðju. Þú vilt í einlægni að fólkinu í kringum þig líði vel. Afstaða tungls og sólar ásamt veðrabreytingum hefur jafnvel sterk áhrif á líðan þína samhliða sverðásnum.

Beindu viðkvæmni þinni í sem ánægjulegastar og árangursríkastar brautir og líttu á viðkvæmnina sem guðsgjöf og notaðu hana í þágu málstaðar og fólks sem er þér kært. Geysileg hugarstarfsemi á við hérna þar sem þú kýst að bæta aðstæður á einhvern hátt. Tjáðu innstu hvekkingar þínar og upplifðu áhyggjuleysi og unað framvegis.

Þú reynir án efa að vera sveigjanlegur og bregst ekki við eftir skynjun þinni heldur aðstæðum. Þú stuðlar hérna að stöðuleika sem er jákvætt vissulega.

 

„Tréð mitt“ reyndist vera grátvíðir og svona manneskja er ég:


Hér er á ferðinni falleg en oft á tíðum döpur manneskja. Hún er aðlaðandi og mjög skilningsrík, hrífst af fegurð og smekkvísi, og býr yfir góðu innsæi. Manneskjan nýtur þess að ferðast, er dreymin en eirðarlaus, og er frekar duttlungafull þótt hún sé heiðarleg. Hún er erfið í sambúð, enda kröfuhörð, þótt hægt sé að hafa áhrif á hana. Hún þarf förunaut sem styrkir hana. Ástarmálin valda henni oft angist.

 

Niðurstaða (mín): Ekki er öll vitleysan eins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég ákvað að athuga hvað árið 2007 bæri í skauti sér fyrir mig:

Vogin (23.sept - 23.okt)

Fyrstu þrjá mánuði ársins birtist hlið vogar sem lítt sést. Það er reyndar andstæða þeirra glæsilegu og glaðlegu manneskju sem að okkur snýr, einskonar grátt þunglyndi og nánast sjúkleg tilfinningasemi. Þú reynist annað slagið vera óvirk/ur, þunglynd/ur og haldin/n svolítilli ofsóknarkennd.

erlahlyns.blogspot.com, 5.1.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Annars ákvað ég að benda þér á að þú ert ekki grátvíðir heldur Hlynur :)

Hér er ekki hversdagsleg manneskja á ferðinni. Hún er frumleg í hugsun og hefur sterkt ímyndunarafl, er bæði stolt og sjálfsörugg, hefur mikinn metnað og er fljót að læra. Hún sækist eftir nýstárlegri reynslu og nýtur þess að sýna hvað í henni býr.

Hinsvegar er sálarlíf hennar flókið og hún hleypir fólki ekki svo glatt að sér. Ástarmálin vefjast fyrir henni og taka oft sinn toll.

erlahlyns.blogspot.com, 5.1.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband