8.1.2007
Svona á landbúnaður að vera!
Fylkisstjóri í Finnmörku í Noregi trúir ekki tölum hreindýrabænda um ágang rándýra. 400 hreindýraeigendur telja sig hafa misst 54.000 dýr á síðasta ári, aðallega kálfa. Þar af hafi rándýr tekið 45.000 hreindýr. Rándýr, sem leggjast á hreindýr, eru aðallega jarfi, örn, gaupa og úlfur. Hreindýrabændum hefur ekki tekist að leggja fram gögn um nema 415 drepin dýr. Fylkisstjórinn hefur samþykkt að greiða bætur fyrir liðlega 5.900 dýr. (ruv.is)
Hvernig væri að taka þetta fyrirkomulag upp í sauðfjárbúskapnum hérlendis? Að vísu höfum við ekki jarfa, gaupur eða úlfa, en auk arnarins höfum við refinn. Húnvetningar þóttu líka liðtækir á sínum tíma ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.