Færsluflokkur: Ljóð
22.4.2007
Ævisaga mín
Ég var að gramsa í drasli, þar á meðal misgömlu ljóðaveseni. Ljóðin mín eldast illa eins og ég sjálfur. Ætti ég að bera á þau hrukkukrem?
Ævisaga mín
Einu sinni var lítill drengur.
Svo leið og beið og ekkert gerðist.
Allt í einu leit hann á klukkuna.
En þá var það orðið of seint.
Ljóð nr. 000043
Gaman þegar við Dagur og Steinar fengum okkur aðeins í glas og vorum skáld.
Dagur teiknaði.
Steinar hugsaði.
Ég hlustaði.
Svo var hringt á Borgarbíl.
Ljóð nr. 000121
Því heimskulegri sem textinn er
þeim mun brýnna að stafsetningin sé í lagi.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)