Ævisaga mín

Ég var að gramsa í drasli, þar á meðal misgömlu ljóðaveseni. Ljóðin mín eldast illa eins og ég sjálfur. Ætti ég að bera á þau hrukkukrem?

                                    

                                

                       

Ævisaga mín 

                           

Einu sinni var lítill drengur.

                       

Svo leið og beið og ekkert gerðist.

                        

Allt í einu leit hann á klukkuna.

                  

En þá var það orðið of seint.

                               

                           

                         

Ljóð nr. 000043 

                               

Gaman þegar við Dagur og Steinar fengum okkur aðeins í glas og vorum skáld.

                        

Dagur teiknaði.

Steinar hugsaði.

Ég hlustaði.

                            

Svo var hringt á Borgarbíl.

                       

                         

                   

Ljóð nr. 000121 

                             

Því heimskulegri sem textinn er

                                        

þeim mun brýnna að stafsetningin sé í lagi.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Takk, Anna frænka. Ég hef líka séð verri ljóð á prenti. T.d. það sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu öðru hverju fyrir fjórum áratugum eða þar um bil.

Hlynur Þór Magnússon, 22.4.2007 kl. 07:22

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ágæt ljóð Hlynur. Sérstaklega ævisagan.

Þorsteinn Sverrisson, 22.4.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Hef ekkert vit á ljóðum en segi eins og frúin - hrukkukrem eru out. Hrukkur eru krúttlegar.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 22.4.2007 kl. 11:30

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sumir leyna á sér segi ég nú bara.

Vilborg Traustadóttir, 22.4.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Segir allt sem segja þarf.  Stafsetningin þarf ekki að vera í lagi þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 13:39

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Klukkuljóðið er ansi gott. Erum við ekki jafnaldrara? Nú bíðum við bara. En sem betur fer verður biðin ekki löng.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2007 kl. 18:55

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ævisagan algjör snilld

Ágúst Dalkvist, 22.4.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljóðin þín eru bara góð og ég skal segja þér obinbert leyndarmál, hrukkukrem eru gagnlaus svo það er óþarfi að nota þau. Eitt veit ég fyrir víst að við  ráðum við höfum völdin.

villtu eldast illa þá gerist það

villtu vera ungur í alla staði þá gerist það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2007 kl. 19:18

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bestu þakkir fyrir vinsamleg orð. Kannski pára ég eitthvað á næstunni um ljóðagerðarsögu mína; hún er að vísu ekki stór partur af ævisögunni.

 

Sigurður Þór: Jú, við erum nánast jafnaldra, skakkar liðlega hálfu ári. Sá er munurinn, að ég er á sjötugsaldri en þú ert einungis á sextugsaldri. Þess batnar þér ...

Hlynur Þór Magnússon, 23.4.2007 kl. 21:49

10 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þegar ég birti hér ljóðin mín, þá dettur aðsóknin að blogginu mínu niður. En ég hef það auðvitað í bakhendinni að tengja tvær-þrjár einnar setningar færslur við fréttir á mbl.is af stöðumælasekt sem Paris Hilton fær eða augnaráði Símonar Cowley - þá rýkur þetta í hæstu hæðir. Búinn að prófa slíkt!

Hlynur Þór Magnússon, 23.4.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband