Netfíklar - eins og lifandi lík ...

Sagt er að milljón manns eða svo í Þýskalandi séu haldnir netfíkn. Auðvitað er þó hægt að skilgreina slíka hluti með ýmsum hætti. Þetta væru nokkur þúsund manns hérlendis. Sé snögglega tekið fyrir netnotkunina, þá koma fram fráhvarfseinkenni líkt og hjá neytendum eiturefna. Í Berlín (og kannski miklu víðar) er í boði meðferð fyrir netfíkla, hliðstæð meðferðum fyrir alkóhólista og dópista eða spilafíkla.

 

„Eru eins og lifandi lík“, er haft eftir sálfræðingi í umfjöllun á Spiegelvefnum í dag. Þar er átt við netfíkla sem hanga á vefnum tíu-fimmtán tíma á sólarhring, nærast illa og hirða sig ekki. Sagt er að margir þeirra lifi á bótum og hafi lokað sig frá venjulegu lífi - þangað til símanum er lokað. Og þá tekur meðferðin við - afnetjun í þrjár-fjórar vikur.

 

Skyldu nokkrir slíkir vera við iðju sína hér á Moggabloggi ...?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Það skyldi þó aldrei vera..... þó engin nöfn séu nefnd

Sveinn Ingi Lýðsson, 15.1.2007 kl. 14:34

2 Smámynd: Agný

Ef grannt yrði skoðað þá kæmi mér nú ekki á óvart þó að við íslendingarættum heimsmet í netnotkun eins og við eigum í svo mörgu öðru miður góðu..eigum t.d. heimsmet í Ritalin notkun..Skandinavíu met í þunglyndislyfja notkun...  Það virðist vera málið hjá okkur það eitt að eiga heimsmet..no matter in what...

Agný, 16.1.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband