Líður að lokum hjá Eiði Smára

Senn líður að lokum knattspyrnuferilsins hjá Eiði Smára Guðjohnsen, enda verður hann 29 ára í haust. Ef lykilmennirnir hjá Barcelona sleppa við alvarleg meiðsli og spila ekki miklu verr en þeir hafa gert, þá virðast litlar líkur til þess að hann fái þar mörg tækifæri, a.m.k í byrjunarliðinu.

 

Þá er spurningin: Hvað gerir Eiður Smári undir lokin? Fer hann til West Ham og spilar í fyrstu deildinni á næsta ári eða kemur hann heim og spilar kannski með Val í tvö-þrjú ár?

 

Líklega á Eiður Smári glæstari feril en nokkur annar íslenskur knattspyrnumaður, að Albert Guðmundssyni einum undanskildum. Síðan kemur Ásgeir Sigurvinsson í humátt þar á eftir (hlýtur annars að vera skelfilegt að vera í Þýskalandi og heita Asgeir).

 

Skyldi Eiður Smári annars fara út í pólitík þegar hann hættir í fótboltanum, eins og Albert gerði?

 
mbl.is Markalaust hjá Barcelona - Eiður ekki með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég verð líka 29 ára í haust en held að ég sé bara rétt að byrja... 

Líklega er það munurinn á mér og Eið Smára í hnotskurn. 

erlahlyns.blogspot.com, 5.2.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Eitt sem mér finnst ansi hvimleitt við þetta moggablogg - það er hvorki hægt að stroka út né leiðrétta eigin færslur. Glætan spætan að ég nenni alltaf að lesa yfir eigin athugasemdir áður en ég sendi þær frá mér.

erlahlyns.blogspot.com, 5.2.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband