Stífkrampi í Sjónvarpinu

Vígamóður (Cabin Fever) er bandarísk hrollvekja frá 2002. Í henni segir frá fimm háskólanemum sem ætla að dvelja í fjallakofa í eina viku. Þegar þau koma verður á vegi þeirra maður sem er smitaður af dularfullri veiru. Hann biður þau að hjálpa sér en í óðagotinu drepa þau hann og hann fellur í vatnsbólið. Eftir að ein úr hópnum drekkur svo kranavatnið og smitast af veirunni fer allt til andskotans.

 

Jamm. Svo hljóðar dagskrárkynningin á ruv.is. Ég ætlaði sjaldan slíku vant að horfa á síðustu myndina í Sjónvarpinu en það fór allt til andskotans eins og í myndinni sjálfri. Ég entist ekki lengi; trénaðist upp og fór í staðinn að spekúlera í höfundi Skjöldunga sögu. Kannski því miður, vegna þess að þetta virðist að ýmsu leyti hin merkilegasta mynd. Ég var núna að lesa um hana á vefnum The Internet Movie Database; þar er ekki getið um Skjöldunga sögu.

 

Á þessum ágæta kvikmyndavef (IMDb) segir m.a. um Cabin Fever:

 

Director Eli Roth originally got the idea for this movie when he was visiting Iceland and helping to clean out an old barn there. He got such a bad allergic reaction from the rotting hay in the barn that his face broke out and bled from the sores.

 

Fyrir þá sem ekki skilja nútímaíslensku:

 

Leikstjórinn Elí Roth fékk hugmyndina að myndinni þegar hann kom til Íslands og hjálpaði til við að rusla út úr gamalli hlöðu. Hann fékk svo hastarleg ofnæmisviðbrögð af ruddanum í hlöðunni að andlitið á honum steyptist út í blæðandi kaunum.

 

Þetta hlýtur að hafa verið í Kjósinni.

 

Strax í byrjun myndarinnar kom stífkrampi við sögu - tetanus. Gat nú verið! Strákur sitjandi á bekk beit upprennandi söguhetju í höndina.

 

Úr trivia um Cabin Fever á IMDb:

 

The original killer dog in "Cabin Fever" was so old and tired that all of its scenes had to be re-shot with a new dog. With no time or money to find a replacement, the producers cast a real police attack dog that was so vicious and unpredictable that no actors could appear with it on camera. The crew would hide behind trucks during its scenes, and cameras were operated by remote control.

 

The Internet Movie Database er prýðilegur vefur. Þar má fræðast um ýmis helstu stórmenni kvikmyndasögunnar, svo sem leikstjórana Ed Wood og Hrafn Gunnlaugsson:

 

Gunnlaugsson, Iceland's Prime Minister Davíd Oddsson and famous writer Thórarinn Eldjárn (son of ex-president Kristján Eldjárn) have been best friends since high school. Together they hosted one of Iceland's most popular radio-shows ever (called Matthildur) and he has even directed a TV movie based on the Prime Minister's script.

 

Opinberun Hannesar fær einkunnina 2,8 á IMDb. Ekki er hæst gefið 3, eins og einhver kynni að halda, heldur 10.

 

Um Opinberun Hannesar segir á IMDb (nenni ekki að snúa þessu á forníslensku):

 

The worst Icelandic movie so far? ...probably. In my opinion movies can be all right without having any artistic value. This one doesn't have any and in addition to that it is downright boring.

The plot is completely incomprehensible. Hannes, a middle-aged official living with his mother, develops an illegal database that can monitor and register every citizen's behaviour. After somebody steals the system Hannes finds himself the victim of his own system. In spite of resembling Orwell's 1984, it is actually based on a short story by Iceland's conservative foreign minister, Davíð Oddsson. Many Icelanders feel very strongly about how this movie got public funding (instead of many more attractive projects) and some have even insinuated that Oddsson had something to do with it.

However, the majority of Icelanders have seen the movie, either in cinema or on TV. This movie is in many ways like a car crash. Just like you slow down when you see a car crash to see how bad it is, you see this movie to see how bad a movie can be.

Stay away from this film!

 

Hvernig stendur á því að það er eins og ég finni fyrir aðsteðjandi stífkrampa alltaf þegar ég les dagskrána í Sjónvarpinu?

             

IMDb

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ekki orð um þetta. EN víst fáum við hlutdeild í himninum.....!!!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: halkatla

ég fílaði cabin fever ósegjanlega, það er bara svona létt ævintýrahrollvekja þarsem hver misgjörð aðalpersónanna hefur afleiðingar og allt skiptir máli samkvæmt ákveðinni þjóðsagnahefð - eða það finnst mér, endilega gefðu henni annan séns einhvern tímann. en það er náttúrulega ófyrirséð hvenær fólk verður gripið af skjöldungasögu pælingum, þær geta víst slegið hvern sem er hvenær sem er...

halkatla, 11.2.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Skjöldunga saga hefur því miður ekki varðveist til okkar daga, hafi hún þá nokkurn tímann verið til. Það kom samt ekki í veg fyrir að skrifuð væri um hana doktorsritgerð ...

Hlynur Þór Magnússon, 11.2.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband