Fiskveitingar

Núna þegar dómarinn er búinn að glefsa í saksóknarann finnst mér rétt að skrifa nokkur orð um hundinn og köttinn. Þau eru bæði að éta fisk í merkilega góðu samlyndi; máltíðin sameinar. Kisa er komin heim eftir margra daga fjarveru - annað skiptið sem hún hverfur. Eftir að hundurinn kom til sögunnar hélt ég henni inni í vikutíma á meðan þau væru að venjast hvort öðru. Loks hleypti ég henni út en hún lét sig hverfa. Nokkrum dögum seinna frétti ég að hún hefði sést í grenndinni.

 

Allan tímann var ég með kattarrifu á útidyrunum og þurrmat og vatn í skálum og ljós í loftinu svo að kisa sæi til. Lengi var maturinn óhreyfður en svo var hann étinn eina nóttina. Næstu nótt fór á sömu leið rétt eins og í þjóðsögunum. Þriðju nóttina þegar ég gáði fram var kisa þar. Þá urðu nú fagnaðarfundir. Kisa át og át bæði þurrmat og blautmat og saup á vatni á milli og síðan lá hún í öruggri fjarlægð frá hundinum og malaði og prumpaði í senn. Á hundinum var óræður svipur.

 

Ætli það grói nokkru sinni milli saksóknarans og dómarans? Kannski væri ráð að gefa þeim fisk saman. Passa samt að hvor hafi sína skálina.

 

30.01.2007 Þegar hundurinn kom og kisa beit mig svo að ég var nærri dáinn úr stífkrampa

                   

ruv.is Baugsmál: Dómari stoppar saksóknara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég hef saknað Dexters óendanlega mikið.

Mér finnst gott að Helga Guðrún sé komin heim og að þau borði nú fisk í sátt og samlyndi. Og þar sem nú er átak í gangi þar sem hvatt er til neyslu fisks, vona ég að þau verði öðrum fyrirmyndir.

erlahlyns.blogspot.com, 16.2.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þau eru greinilega framverðir Lýðheilsustöðvar voffi og kisa.  Já það væri beta að dómari og saksóknari fengju sér soðning saman í stað þess að segja hvor öðrum að éta skít.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Dexter er hundur dóttur minnar - í vist hjá mér fram á vorið. Helga Guðrún Geirdal er kötturinn.

Hlynur Þór Magnússon, 16.2.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég hélt að það væri ekki ráðlegt að gefa dýrunum annað enn innflutt sérfæði?

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.2.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband