Þau gleðitíðindi voru að berast velunnurum Samfylkingarinnar, að Jakob Frímann Magnússon er genginn úr flokknum. Ekki er langt síðan Valdimar Leó Friðriksson gekk líka úr Samfylkingunni. Að vísu fylgdu því þau leiðindi fyrir Frjálslynda flokkinn, að Valdimar gekk í hann. Það vegur upp á móti úrsögn Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum á sínum tíma. En - þá gekk Gunnar í Sjálfstæðisflokkinn ...
Væntanlega kemst Sjálfstæðisflokkurinn áður en langt um líður á par með úrsögn Árna Johnsens.
Hvaða flokkur verður þá sá óheppni?
Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2007 kl. 00:00 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú að sjálfstæðismenn verði svo heppnir fljótlega að Árni segir sig úr flokknum?
Ágúst Dalkvist, 25.2.2007 kl. 23:28
Já. Dregur nú til þess sem verða vill, líkt og eitt sinn var sagt ...
Hlynur Þór Magnússon, 25.2.2007 kl. 23:32
Fyrsta skipti á ævinni sem ég er ánægð með Jakob Frímann!!
Heiða B. Heiðars, 25.2.2007 kl. 23:55
Kobbi kallinn er genginn í "Silvíu Night" flokkinn og er ekki frá því að Árni Johnsen ætti að gera það einnig, en sennilega lítil von til þess úr þessu. Sumir sjá aldrei eigin lesti og láta vaða á súðum, hvað sem tautar og raular. Hvort það kallast siðblinda, tæknileg mistök eða annað, skiptir engu máli.
Halldór Egill Guðnason, 26.2.2007 kl. 10:16
Árni Johnsen er nú þegar búinn að finna sér stöðu, kíktu bara á greinina Rómeo og Júlíus inn á Rómeo og Júlíus
Sigfús Sigurþórsson., 26.2.2007 kl. 16:18
Sorry, sé að linkurinn virkar ekki svona, þessi grein er inn á www.partners.blog.is
Sigfús Sigurþórsson., 26.2.2007 kl. 16:20
Gleðst yfir því að Jakob er farinn. Þetta er íhaldsmaður. Gott að fá Björk í staðinn.
Sveinn Árnason, 26.2.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.