27.2.2007
Stromboli og Snæfellsjökull
Enn gýs Stromboli en Snæfellsjökull ekki. Eyjan Stromboli er eldkeila sem teygir blátoppinn upp úr sjónum norðan við Sikiley, rétt við tána á Ítalíuskaga. Hún er eitt af virkustu eldfjöllum jarðar um aldir og árþúsund og sosum nógu fræg sem slík. En hún er líka þekkt úr vísindaskáldsögunni Ferðinni í iður jarðar (Voyage au centre de la Terre) eftir Jules Verne. Þar greinir frá þýskum prófessor, Lidenbrock að nafni, sem kemur til Íslands og bregður sér ásamt frænda sínum og innfæddum leiðsögumanni (æðarbónda og þar með fyrirrennara Jónasar í Æðey, Jóns Sveinssonar sjóliðsforingja á Miðhúsum í Reykhólasveit og margra fleiri góðra manna) í könnunarleiðangur niður um eldfjallið gamla Snæfell á Snæfellsnesi (Snæfellsjökull). Eftir gríðarleg ævintýri, eins og jafnan í sögunum eftir Jules Verne, spýtast þeir að lokum upp um gíginn á Stromboli og allt fer vel, eins og vera ber.
Neyðarástand á Stromboli; hraun flæðir úr tveim sprungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.